Nýtt ár

Gleðilegt ár kæru lesendur og spamarar. Megi lesendur eiga gott ár en spamarar vont. Megi lesendur hafa kjark og þor til að láta óskir sínar rætast en puttar á spamurum springa.

Nú fer allt að fara í fastar skorður aftur. Vinna hefst í dag og skólinn eftir rúma viku. Það sem mig hlakkar til þegar lífið fer aftur í fastar skorður. Ég veit vel að fljótlega eftir að törnin hefst þá mun ég emja eins og stunginn grís því mig langar svo í frí. Svo um leið og ég fer í frí þá emja ég yfir því að hafa lítið að gera. Ég nenni ekki að vera núna heldur í því sem kemur næst, alltaf að bíða.

Kannski það geti orðið áramótalygaheitið, að nenna núinu, ásamt því að byrja í ræktinni, hætta að smjatta á níkótíngúmmí, vera duglegri í skólanum, vera duglegari að læra, vera duglegari að taka til, duglegri í vinnu, duglegri að nýta frítímann með dótlunni, duglegri að heimsækja vini og vandamenn, duglegri að fara á fætur, hætta að eyða peningum í vitleysu, duglegri að plokka augnbrúnirnar og allt þetta sem ég hef lofað sjálfri mér að ég muni gera ár eftir ár en geri svo fæst af því.

En ætli áramótalygaheitið þetta árið verði ekki bara að hætta að ljúga!

Biribimm biribamm.Lokað er fyrir ummæli.