Sumarið að ganga í garð

Ég sat hérna inni og starði út um gluggann. Það var hlýtt og notalegt, sólin skein skært og ég naut þess í tætlur að vera í innisólbaði. Þá var kominn tími til að arka af stað og sjá dótluna spila fótbolta. Ég ákvað, sem betur fer, að taka með mér teppi minnug þess að síðast þegar ég starði á dótluna keppa þá var ég að krókna úr kulda.

Derhúfu var skellt á kollinn og peysan rennd upp að nefi, úlpan að sjálfsögðu með í för (ég er afar mikil kuldaskræfa) og fínu bleiku vettlingarnir. Jú kuldinn beit aðeins, sólin var bara til skrauts. Afskaplega var ég fegin að hafa tekið teppið með mér.

Þó rændi dótlan teppinu af mér þegar á áfangastað var komið, henni var nefnilega svo kalt. Ég lét það eftir henni þó hún væri á hlaupum fram og til baka á eftir tuðrunni en ég stóð eins og illa gerður hlutur að krókna úr kulda. Hún var þó ekki með teppið á sér á hlaupum, það hefði örugglega orðið henni til trafalla.

Eftir leikinn örkuðum við mæðgurnar heim, fengum okkur heitt kakó og ristað brauð í hlýrri sólinni.

Sumarið er allavegana komið inni!

Biribimm biribamm



Lokað er fyrir ummæli.