Brandarar

Enn og aftur er ég komin með skrifstíflu. Nema það sé nokkuð málið, það bara gerist ekkert spennandi, ekki einu sinni köngulóardrusla búin að angra mig. Því hendi ég bara inn nokkrum bröndurum í stað þess að reyna eitthvað.

Megrun fyrir karlmenn

Maður hringir í fyrirtæki og pantar hjá þeim “misstu 5 kg á 5 dögum” pakkann.
Daginn eftir er barið á dyrnar hjá honum og fyrir utan stendur íturvaxin 19 ára snót í engu nema Nike hlaupaskóm. Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur “Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig“.
Hann lætur ekki segja sér það tvisvar og stekkur á eftir henni. Eftir nokkra kílómetra er hann orðinn móður og másandi og gefst upp. Sama stúlkan mætir á þröskuldinn hjá honum næstu 4 dagana og það sama gerist í hvert skipti. Á fimmta degi vigtar félaginn sig, og viti menn, hann hefur misst 5 kg.
Hæstánægður með árangurinn hringir maðurinn aftur í fyrirtækið og pantar hjá þeim
misstu 10kg á 5 dögum” pakkann.
Næsta dag er bankað á dyrnar og fyrir utan stendur einhver sú fallegasta og kynþokkafyllsta kona sem hann hefur á ævinni séð. Hún er eingöngu klædd í Reebok hlaupaskó. Um hálsinn á henni hangir skilti sem á stendur “Ef þú nærð mér, þá máttu eiga mig“.
Eins og elding tekur hann á rás á eftir skvísunni. Hún er auðvitað í fantaformi og þó hann reyni sitt besta nær hann henni ekki. Næstu fjóra daga heldur þessi rútína áfram og hann kemst smám saman í betra form. Á fimmta degi vigtar hann sig og sér til ómældrar gleði hefur hann misst 10 kg.

Hann ákveður að leggja allt í sölurnar og hringir og pantar “misstu 25 kg á 7 dögum” pakkann. “Ertu alveg viss?”spyr sölumaðurinn ” Þetta er erfiðasta prógrammið okkar”
“Ekki spurning” svarar félaginn, “mér hefur ekki liðið svona vel í mörg ár”.

Daginn eftir er barið á dyrnar, og þegar hann opnar stendur risastór, helmassaður karlmaður fyrir utan í engu nema bleikum hlaupaskóm.
Um hálsinn á honum hangir skilti sem á stendur “Ef ég næ þér, er rassinn á þér MINN!”

Félaginn missti 32 kg í þeirri viku.

__________________________

Maður í loftbelg sá að hann var að missa hæð. Hann tók eftir konu á jörðinni, lækkaði flugið aðeins meira og kallaði til hennar: „Afsakið, geturðu hjálpað mé? Ég lofaði að hitta vin minn fyrir klukkutíma, en veit ekki hvar ég er.“

Konan svaraði: „Þú ert í loftbelg sem svífur í 10 metra hæð, milli 40. og 41. Norðlægrar breiddargráðu og milli 59. og 60. Vestlægrar lengdargráðu.“

„Þú hlýtur að vinna við tölvur“, sagði loftbelgsmaðurinn.

„Það geri ég“, svaraði konan. „Hvernig vissirðu það?“

„Nú“, svaraði maðurinn, „allt sem þú sagðir mér er tæknilega rétt, en ég hef ekki hugmynd um hvaða gagn er af þeim upplýsingum, og reyndar er ég enn villtur. Satt að segja þá hefur ekki verið mikil hjálp frá þér. Ef eitthvað er þá hefurðu helst tafið ferð mína.“

„Konan svaraði: Þú hlýtur að vinna við stjórnun.“

„Já“, sagði maðurinn. „En hvernig vissir þú það?“

„Nú“, sagði konan, „þú vissir hvorki hvar þú ert né hvert þú ert að fara. Eintómt loft hefur komið þér þangað upp sem þú ert. Þú gafst loforð sem þú hefur ekki hugmynd um hvernig á að efna og þú ætlast til þess að fólk fyrir neðan þig leysi þín vandamál. Reyndar ertu í sömu stöðu og þegar við hittumst, en nú er það einhvern veginn mín sök.„

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.