Mannasiðir

Allt er erfðum háð, jafnvel hvort við getum rúllað tungunni eður ei. Og mannasiðir? Jú er ekki ágætt að benda á erfiðir.
Ég var á bæjarflakki með móður minni um daginn. Við keyrðum um bæinn þverann og endilangann og eftir nokkra tíma var ég farin að skjálfa af hungri.

Ég bað mömmu um að stoppa í Skalla, þar fæst ægilega góð pylsa. Þ.e. djúpsteikt ostapylsa með papriku og hvítlaukssósu - algjört nammi.

Við mæðgurnar vorum að ræða málin þegar ég áttaði mig á því að ég var með kúfullan munn og spýtti matarleifum um allan bílinn (næs, ég veit). Ég hugsaði með mér “Gvöð, hvurslas dónaskapur er þetta, hvaðan næli ég mér í þessa mannaósiði!

Þegar hugsuninni sleppi lít ég á mömmu, sú var með stappfullann munninn og matarleifar slettust út um allt.

Biribimm biribamm.Lokað er fyrir ummæli.