Færslur janúarmánaðar 2008

Ég vil vera memm

Mánudagur, 28. janúar 2008

Hvar sem ég les þá sé ég umræðu um prumpið með lyktinni. Fréttaveitur, blogg og umræðuvefir hamast við að tyggja sömu slummuna. Það er þessi slumma sem plokkuð er upp úr gangstéttinni og etin. Svo sem ekkert verra að endurvinna slummurnar, þannig séð.

Fyrir nokkrum önnum, í ísl 102, var mér skylt að rita rökfærsluritgerð. Ég var ekki nógu spennt fyrir efnisvalinu og fékk því að pota minni eigin hugmynd að. Efnið var um hvort íslendingar létu allt yfir sig ganga, ég páraði nokkrar síður um efnið og fékk toppeinkun fyrir. Það er nefnilega ekki svo erfitt að færa rök fyrir því að íslendingar hummi allt af sér, brosi í gegnum gremjuna og segja að það sé allt bara alltílæi. En þegar mótmæli eiga sér stað eiga þau helst að eiga sér stað á öðrum tíma. T.d. mótmæli vörubílstjóra um verslunarmannahelgi. Mótmælin áttu rétt á sér, bara ekki á þessum tíma þar sem þau trufluðu svo marga.

Svo virðist sem þegar íslendingar standa á lappir, orga hananú og berja hnefanum í vegginn, sveifla svo brákuðum hnúfunum meðan þeir kreista fram réttmætar kröfur úr koki, þá er það ekki rétti tíminn. Mótmælin nú eru sem sagt réttmæt en á röngum tíma og röngum stað. Þegar fólk mótmælti prumpinu þá voru það réttmæt mótmæli en staður og tími voru óviðeigandi og móðgandi.

Það er að sjálfsögðu bara kjánaskapur að gera svona, fólkið hefði auðvitað bara átt að arka í bílageymsluna við Smáralindina og öskra þar. Þá hefðu mótmælin verið réttmæt, vel tímasett (þ.e.a.s. langt frá þeim sem mótmælunum var beint að) og ekki nokkur sála fengi illt í móðgið.

Biribimm biribamm.

Draumaprinsinn

Sunnudagur, 27. janúar 2008

Hann er ég búin að finna. Hann er stór og stæðilegur, sterkur, traustur, honum liggur djúpt rómur og hann fer með mig á staði sem mig óraði ekki fyrir að sækja. Einn daginn mun ég næla mér í hann, gildir einu þó önnur eigi  hann.

Gróf meira að segja upp myndband af tilvonandi maka mínum http://www.youtube.com/watch?v=vGwUSLy4czM 

Biribimm biribamm

Myndir

Sunnudagur, 27. janúar 2008

Að sjálfsögðu gerði ég heiðarlega tilraun til að blinda fuglana mína, þeir virðast vera í fangelsi greyin.

Og Rafael alltaf sama feitabollan

Handbolti og stjórnmál

Fimmtudagur, 24. janúar 2008

Handbolti; hvað get ég sagt? ÆJ og Ó

Stjórnmál; einhver sagði, man ekki nákvæmlega hver, að stjórnmál væru prump og meira að segja svo lélegt að það væri engin lykt af því. En ég held svei mér þá að það sé megn prumpulykt af borgarstjórnarstjórnmálum í dag.

Biribimm biribamm.

JESS!!!

Sunnudagur, 20. janúar 2008

Mikið assgoti var leikurinn skemmtilegur í gær. Hann svar svona: jeeiiiiii!!! jeiiiii!!! whut??? jeiiii!!

Svíaleikurinn var: jeiiii!! neiiii!! neeeiiii! æææææææneeeeiiiiiii!!! nei vá:O

Næst leikur verður vonandi bara JÍHA!!

Sá hefst eftir 2 klst og 18 mínútur

Biribimm biribamm.

Vatn eða vín

Miðvikudagur, 9. janúar 2008

To my friends who enjoy a glass of wine… and those who don’t.

As Ben Franklin said: In wine there is wisdom, in beer there is freedom, in water there is bacteria.

In a number of carefully controlled trials, scientists have demonstrated that if we drink 1 liter of water each day, at the end of the year we would have absorbed more than 1 kilo of Escherichia coli, (E. coli) - bacteria found in feces. In other words, we are consuming 1 kilo of poop.

However, we do NOT run that risk when drinking wine & beer (or tequila, rum, whiskey or other liquor) because alcohol has to go through a purification process of boiling, filtering and/or fermenting.

Remember: Water = Poop, Wine = Health


Therefore, it’s better to drink wine and talk stupid, than to drink water and be full of shit.

There is no need to thank me for this valuable information: I’m doing it as a public service.

Biribimm biribamm.

Nýtt ár

Miðvikudagur, 2. janúar 2008

Gleðilegt ár kæru lesendur og spamarar. Megi lesendur eiga gott ár en spamarar vont. Megi lesendur hafa kjark og þor til að láta óskir sínar rætast en puttar á spamurum springa.

Nú fer allt að fara í fastar skorður aftur. Vinna hefst í dag og skólinn eftir rúma viku. Það sem mig hlakkar til þegar lífið fer aftur í fastar skorður. Ég veit vel að fljótlega eftir að törnin hefst þá mun ég emja eins og stunginn grís því mig langar svo í frí. Svo um leið og ég fer í frí þá emja ég yfir því að hafa lítið að gera. Ég nenni ekki að vera núna heldur í því sem kemur næst, alltaf að bíða.

Kannski það geti orðið áramótalygaheitið, að nenna núinu, ásamt því að byrja í ræktinni, hætta að smjatta á níkótíngúmmí, vera duglegri í skólanum, vera duglegari að læra, vera duglegari að taka til, duglegri í vinnu, duglegri að nýta frítímann með dótlunni, duglegri að heimsækja vini og vandamenn, duglegri að fara á fætur, hætta að eyða peningum í vitleysu, duglegri að plokka augnbrúnirnar og allt þetta sem ég hef lofað sjálfri mér að ég muni gera ár eftir ár en geri svo fæst af því.

En ætli áramótalygaheitið þetta árið verði ekki bara að hætta að ljúga!

Biribimm biribamm.