Færslur marsmánaðar 2008

Brandari

Sunnudagur, 23. mars 2008

Er vel við hæfi fyrst það eru páskar að skutla inn einum brandara.

A family is sitting around the supper table and the son
asks if he can ask a personal question? The father says ask away.
The young man asks his father, “Dad, how many kinds of breasts are there?”
The father, surprised, answers, “Well, son, there are three kinds of
breasts. In her twenties, a woman’s breasts are like melons, round and
firm. In her thirties to forties, they are like pears, still nice but
hanging a bit. After fifty, they are like onions.”

“Onions?”
“Yes, see them and they make you cry.”

This infuriated the wife and daughter so the daughter said, “Can I ask
a personal question? Mom, how many kind of penises are there?”
The mother, surprised, smiles, and looks at her husband and answers,
“Well, daughter, a man goes through three phases. In a man’s twenties,
a man’s penis is like an oak, mighty and hard. In his thirties and
forties,
it is like a birch, flexible but reliable. After his fifties, it is like a
Christmas tree.”
“A Christmas tree?”
“Yes, dried up and the balls are there for decoration only.
Biribimm biribamm

Svart er það

Miðvikudagur, 19. mars 2008

Ég var að horfa á fréttir áðan og því lengra sem leið á fréttatímann því vonlausari varð ég. Ekki ein einasta frétt var jákvæð! Nú veit ég ekki hvort fréttir séu alltaf svona, ég er sjaldnast heima þegar fréttir eru í loftinu en þetta vissi ekki á gott.

Hörmungar hér og þar í heiminum, kreppa og læti. Ég fann smá vonarglætu þegar frétt um páskaferðalag landsmanna hófst en hún entist stutt, spáð vondu veðri.

Í lok fréttatíma birtust nokkri krúttlegir krakkar með skilti með hvatningarorðum til bílstjóra. Spenna beltin, keyra hægar og sleppa símanum við akstur. Ég glotti við tönn og var þegar búin að gleyma öllu þessu neikvæða.

En fréttir ætla ég að geyma þangað til ég hef ekkert betra að gera en að hafa áhyggjur af lands- og heimsmálum.

Biribimm biribamm

Skemmdir á síðunni minni.

Fimmtudagur, 13. mars 2008

Ég á víst að vera að læra og var því að sjálfsögðu að dunda mér við eitthvað allt annað. Var bent á fína síðu sem “eyðileggur” vefsíður.

flo%c3%b02.JPG

egg.JPGnuk.JPGbarn.JPGbloody-gun.JPG

zeppelin.JPGzep.JPGku.JPGpee.JPG

suck.JPG txti.JPG

Hérna neðst (sést illa) er textasugan, ekkert eftir á síðunni nema myndin af mér.

Já mér leiðist og ég nenni ekki að læra

Biribimm biribamm

Dýrt í strætó

Sunnudagur, 9. mars 2008

Ég heyri þetta iðulega sagt, að það sé ekki hæft að taka strætó því það sé svo svakalega dýrt. Landinn orgar og grenjar að hann vilji fá frítt í strætó því greyi litla buddan léttist og léttist við hverja strætóferð. Sem er auðvitað rétt, það er assgoti þungt að bera allt þetta klink.

En ég er alveg sammála þessu, hrikaleg verðlagning á þessum vögnum. Ég fékk alltaf krampa í hægri hendina, þessa sem ég borga með, á þeim tíma þegar ég þurfti að borga fyrir strætó (nú er ég fríttístrætó tilraun). Hendin lyppaðist ofan í veskið og dró upp heilar fimmþúsundogsexhundruð krónur og afgreiðslukonan þurfti að þvinga fingurnar í sundur því krampinn olli því að ég gat ekki látið þessa upphæð svo létt af hendi. Hrikalegt alveg.

Ég veit fyrir víst að ég átti alla samúð bílafólksins, sem á þeim tíma skellti fimmúsundogsexhundruð krónum í dæluna og uppskar fullan tank en rúmlega hálfan í dag. Bílán, tryggingar, bifreiðagjöld, stæðisgjöld, viðgerðarkostnaður, bensín, piss og vökvar er bara kúkur á priki miðað við þessa tvo blessuðu seðla og einn sleginn sem afhenda þarf fyrir einu grænu korti.

Fimmþúsund og sexhundruð krónur, maður minn sko

Biribimm biribamm.