Færslur frá 3. apríl 2008

Öldruð framhaldsskólamær

Fimmtudagur, 3. apríl 2008

Ég segi það satt! Ég, kornung manneskjan, er alltof gömul til að taka þátt í því sem er í gangi innan og utan veggja skólans. Ég skrapp nú í skóla þegar ég var 16 og mátaði hann í eitt ár. Síðan ákvað ég að skreppa suður í Hafnarfjörð til að vinna í fiski, ægilega spennandi.

Þá var gaman í skóla. Fara á böll, hafði leyfi til að taka þátt í söngvakeppni og gettu betur, pískraði í tímum eða krotaði á miða. Í dag er ég of gömul til að taka þátt í söngvakeppni og gettu betur (þó má ég vera í gettu betur hóp bara til gamans - þ.e.a.s. ef mér finnst ægilega gaman að læra), það þykir örugglega ekki hip og kúl að skreppa á ball með ormum sem eru 10-12 árum yngri og ég þoli ekki pískur í tímum! Ég óska þess stundum að ég gæti hoppað 10 ár aftur í tímann, bara svo ég geti verið með í skólastuðinu. En það er víst að maður fer bara í hina áttina, bætir við árum og það með léttum leik.

Annars var ég búin að hugsa upp 3-4 skemmtilegar bloggfærslur, bara man ekkert um hvað ég ætlaði að skrifa.

Biribimm biribamm