Færslur maímánaðar 2008

Reiðin komin í lag

Föstudagur, 9. maí 2008

Þá er fákurinn kominn í gagnið, sem betur fer. Ég brunaði í bæinn að kaupa bremsuklossa og annað fínerí, m.a. bretti sem ekki var vanþörf á. Ég ætlaði að máta fákinn á mánudaginn en fyrir einskæra óheppni ákvað einhver himnavera að grenja. Það eina sem vantaði á var brettið, sem er nauðsynlegt ef ég vil hafa þurran rass. Ég klórað mér aðeins í kollinum yfir brettafestingum en ákvað frekar að bjóða skápabba í vöfflur og lauma að honum skrúfjárni.
En þvílíkur munur að bruna um á hjólfáknum! Nú þarf ég bara að kaupa mér lífsnauðsynlegan óþarfa eins og grifflur og þannig dót.

Ég gerði þau leiðu mistök í gær að horfa á “meira frelsi” myndbandið fyrir svefninn. Ég eyddi dýrmætum svefninum í að dreyma þetta lag það sem eftir lifði nætur.

Biribimm biribamm.