Færslur júnímánaðar 2008

Hot?

Mánudagur, 9. júní 2008

Ég skrapp í sturtu en gleymdi brókum og þurfti því að tölta um berressuð að ná í þær svo ég yrði nú ekki brókarlaus. Er ekki einhversstaðar sagt, „blankur er brókarlaus maður?“ Jæja, en um leið og ég arka framhjá fuglabúrinu þá gloprar Rafael minn úlfablístrinu út, æ þið vitið þarna, fjútfjúú. Svei mér þá ef ég fór ekki bara hjá mér!picture-051.jpg

Biribimm biribamm

Dansskórnir

Sunnudagur, 8. júní 2008

Ég skrapp út á lífið um daginn og það er óhætt að segja að það hafi orðið örlitlar beytingar. Þegar ég var 16-25 var hending ef ég komst á séns hjá karlkyninu yngri en 25 en um daginn var hending ef ég komst á séns hjá gæjum eldri en 25.  Bláókunnugir gæjar gengu upp að mér og smelltu ljúfum kossi á munn og öskruðu munaðarlega í eyra mitt, “sjáumst á gólfinu!” Ég gapti eins og fiskur á þurru landi, þetta er alveg nýtt fyrir mér. Þarf kannski að dusta rykið af dansskónum oftar en á nokkurra ára fresti, bara svo ég verði inn í trendinu.

Í gær pússaði ég svo dansskóna en það komu engar sprungur í lakkið, partý í heimahúsi reynir ekki mikið á dans eða viðreyningarhæfileika. Séstaklega ekki partý með fjölskyldunni. En ég neita því ekki að mér finnst einstaklega gaman að hitta ættingja sem ég hitti sjaldan. Ég leyfi þessu fólki að rausa tímunum saman, jafnvel nokkur skipti, um hve léleg frænka ég sé að koma  sjaldan í heimsókn.

Eftir að þetta lið er að verða mett af tuði þá bauna ég á þetta væl - en, hvenær ætlar þú að koma í heimsókn til mín? Ég er búin að búa á saman stað í átta ár, þú hefur aldrei komið á  mitt heimili er það?

Biribimm biribamm.