Færslur nóvembermánaðar 2008

Dótlan með lausn á kreppunni.

Fimmtudagur, 13. nóvember 2008

Tæplega 11 ára gömul dóttir mín er sko með lausn á kreppunni.

Sko, bara allir að safna í pott. Einstaklingar 10 þúsund, fyrirtæki 30 þúsund og ríkið um 50 þúsund á mánuði í þrjú ár og þá er hægt að laga fjárhagsvandann.

Svo einfalt.

Biribimmm biribamm

Árans auli

Laugardagur, 1. nóvember 2008

Ja skomm! Ég er búin að vera að vesenast í hári mínu. Byrjaði á að lita það dökkt, þegar fór að sjást í rót þá var hún að sjálfsögðu ljósari. Ég brá á það sniðuga ráð að lýsa það bara aðeins. Nema hvað, bara rótin lýstist. jæja, ég prófaði þá bara annan lit sem var á ljósbrúnn en rótin dökknaði örlítið en hárið lýstist bara ekki rass.

Litla sys brunaði áðan til mín í snatri til að lappa upp á þessar röndóttu lufsur. Hún var alveg á því að liturinn sem ég væri með, ljósbrúnn, mundi ekki laga druslurnar. Því ákváðum við að bruna í bæinn að kaupa ljósann lit, það ætti að virka.

Jæja, við mætum í lyfju Lágmúla hróðugar á svip. Ég gríp nokkuð góðann ljósann lit en þegar kemur að því að borga þá bara er ég ekki með kortið á mér!!!

Við hringjum í pabba til að kanna hvort hann geti bjargað misheppnuðum stúlkukindum en hann ákvað að svara ekki. Stóra sys svaraði þó símanum og gat bjargað okkur um nokkurn aur, millifært á tómt kort litlu sys.

Örlítið hróðugar svip en aðeins álútar örkum við að afgreiðsluborðinu með nýáfylltan debbann. Garmurinn bakvið afgreiðsluborðið sagði að það væri engin heimild og hún vildi sko ekki reyna aftur.

Ekkert hróðugar og frekar álútar slugsum við að næsta hraðbanka sem með það sama ælir út úr sér þeim aurum sem okkur vantaði. Skömmtustulegar göngum við framhjá tortryggnum öryggisverðinum, í þriðja og síðasta sinn, með aurana sem vantaði til að borga þennan andskotans lit. Í þriðja og vonandi síðasta skiptið er lit makað í hárið.

Ég er enn með dökkt hár og enn ljósari rót

Biribimm biribamm