Hafragrautur

Mmmm ég er svo mikill sælkeri. T.d. finnst mér “helgarmorgunmatur” ægilega góður. Um tíma þá át ég allan “helgarmorgunmatinn” og þurfti svo að kaupa nýtt svo krakkinn mundi ekki fatta neitt. Sérstaklega á þetta við um Happa töfra eða kókó más. Nammi nammi namm bara.

Hafragrautur fannst mér alltaf ægilega vondur. Bara hræðilega! Objakk bara! Ég ætlaði mér eitt sinn að venja dótluna á að éta hann. Ég mallaði þennan fína graut og hóf svo að mata orminn. Ég skildi ekkert í þessu, hún vildi ekki þennan fína graut sem ég mallaði. Ég stakk skeiðinni sjálf upp í mig til að sýna hvað þetta væri æðislegt, ég lét á engu bera (held ég) að ég hafi kúgast og kúgast yfir þessu ógeði. Samt vildi hún ekkert þennan æðislega haffa.

Mig vantaði góðan og léttan mat fyrir boot camp og ákvað ég að það skyldi verða haffi. Ég var nýbúin að uppgötva agave sýróp og það dótarí gat örugglega bjargað haffanum. Ég mallaði grautinn og sprautaði smá (slatta) af sýrópi út á og þetta gekk þrautarlaust fyrir sig. Smám saman fór ég að skipta haffanum út fyrir venjulegan morgunmat, þetta er nefnilega bara allt í lagi matur skomm.

Annað var það eina helgina þegar ég ætlaði að fá mér kókó más. Ég starði á pakkann og síðan í áttina að haffanum. Án efasemdarradda og togstreitu var ég farin að malla mér haffa.

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.