Útskrifuð :)

Jæja já og jamm og jæja. þar kom loksins að því að ég stóð rígmontin uppi á sviði að taka á móti staðfestingu þess að skólagöngu minni væri hér með lokið - í bili. Ég sá að vísu fyrir mér að á þessum tímapunkti væri ég tvíhleyp, en þarna stóð ég með prófskírteini nýorðin þrítug og ennþá einhleyp. Í huga mér skutust upp myndir af fólki sem ég áleit að vonlaust væri að færa það í fjötra en það fólk í dag er gift og búið að hrúga niður krökkum. Þegar allt kemur til alls, þá er það ég sem er vonlaus. Útlit er fyrir að litli bróðir minn sé hræðilega vonlaus og ef hann dregur einhverja drusluna upp að altarinu áður en ég verð búin að máta það þá fær hann fyrir ferðina.

Ég komst skammlaust í gegnum athöfnina og merkilegt nokk - það voru ekki matarslettur í hólf og gólf eftir eldamennsku mína heima hjá mömmu. Nema daginn eftir voru bláar leifar bollunar upp um alla veggi. Svoleiðis hlutir gerast þegar botninum á skálinni er náð og gestirnir farnir að rása og röfla. Ekki voru allir alltaf glaðir og reifir, eins og gengur og gerist þegar áfengi er haft um hönd, en þá reif ég bara upp fimleikaborða og fór að leika listir. Það tók samt enginn eftir mér, hugmyndir mínar um að ég væri stjarna kvöldsins voru ekki alveg á rökum reistar.

Á heildina litið var ég samt virkilega ánægð með kvöldið og glöð og reif yfir að alllt mitt uppáhaldsfólk hafi mætt - nema pabbi, sem leit við og smitaði mig af magakveisu. Hann er dottin af “fav”listanum - asni!!
Takk kærlega fyrir mig kæru vinir og ættingjar fyrir súper dúper mergjað kvöld.

Biribimm biribamm

Hér er ný mynd af okkur systrum, hin er frá þrítugsafmæli stóru sys og nú þessi af mínu. Nú erum við allar í sama lit.

0741.JPG



Lokað er fyrir ummæli.