Ég tók að mér það verkefni að gæta 7 hunda um helgina. Lady, Silky terrier tík með hvolpana sína fimm og Bola, stálpaðan franskan mastiff hvolp. Bara gaman - að ég hélt. Ekki það að þetta hafi gengið eitthvað illa, alls ekki. Hundarnir eru allir vel stilltir, nema sá er gallinn á tíkinni að hún geltir þegar andað er fyrir utan íbúðina - litli varðhundurinn.
Hundarnir mættu hér á laugardaginn og var allt með ró og spekt þrátt fyrir fjöldann. Af og til yfir daginn steig ég í hlandpoll eða þefaði uppi skítahlussur á gólfinu. Sæti litli Boli ekki alveg farinn að átta sig á að það ætti að gera þarfir sína úti.
Ég lagðist til svefns ánægð með að hafa svona góðan félagsskap. Ég var rétt sofnuð þegar ég hrökk upp við háværar drunur. Ég var smástund að átta mig á hvaða læti þetta voru, þetta var víst hann sæti litli Boli að hrjóta. Ég vandist þessum óhljóðum fljótlega en hrökk upp stuttu seinna við önnur óhljóð - væl í fimm litlum hvolpum og urrandi móður þeirra. Lady var alls ekki hress með að ormarnir væru að heimta spena um hánótt og því stakk hún af og lagðist til svefns hjá mér. Mínútu seinna var víst kominn dagur og kominn tími að að hleypa hundunum út að pissa.
Ansi reglulega fór ég út með sitthvorn hundinn, annaðhvort út að pissa eða í göngutúr því þessum ljúflingum semur ekkert ægilega vel. Boli litli bítur í ólina hennar Lady og rígheldur og Lady rýkur til og gjammar í hvers skipti sem hún sér fólk. Óhætt að segja að ég hafi fengið nóg af frísku lofti.
Lady mín meig að sjálfsögðu úti eins og hefðarhundi sæmir en Boli hélt áfram að gera þarfir sínar inni. Ég googlaði “housebraking puppy” og komst að því að hvolpar þurfa að fara oft oft út. Ég vissi að kvikindið þyrfti að míga svo ég fór með hann út á fimm mínútna fresti bara til þess eins að horfa upp á helvítið míga á gólfið hjá mér.
Ráð nr 2 í “housebraking puppy” var að hvolpar migu þar sem hlandilmur væri og því ráð að beina þeim að stað þar sem hundur hafði migið. Handklæðið sem ég notaði til að þurrka upp hland var sett út og Boli fékk að þefa. Snilldin ein var þetta ráð því Boli var ekki lengi að spræna við þennan dásamlega ilm. Vandamálið leyst!
Mér fannst ég finna skítafýlu þegar ég lagðist til svefns næstu nótt. það gat samt bara ekki verið því Boli var löngu lagstur til náða. Ég hummaði þetta af mér og lá andvaka við hrotur, væl og urr. Nefið á mér var samt ekkert að ljúga, Lady var ekkert að væla í mér að gamni kvöldið áður!! Andsk…
Fljótlega kom í ljós að helvítið hann Boli var ekkert orðinn húsvanur - enn mígur hann og skítur þar sem honum lystir. Herbergi dótlunnar var einnig útmigið eftir litlu hvolpana,
Ekki nóg með að síðust daga hefur verið megn hland- og skítafýla hér inni heldur þurfti móðir mín að vera svo góð að gefa mér vinabrauð þ.e.a.s. deig sem gerjast í poka í poka í 10 daga - þ.e.a.s. súr gerlykt ofan á allt saman.
Biribimm biribamm.