Færslur frá 1. desember 2009

Snjór snjór snjór snjór snjóóóóór!!!

Þriðjudagur, 1. desember 2009

Nú langar mig bara út að leika! Ég þarf að læra á snjóbretti, það er held ég ýkt kúl að kunna á svoleiðis græju.

Annars geri ég mér bara að góðu skíðin mín. Þó vantar reyndar skíðastafina og ég kann ekkert á skíði.

Brósi ætlar að blása upp tuðrur og við systkynin ætlum að bruna niður brekkur á þeim á ógnarhraða! Það er varla hægt að finna sér skemmtilegri leið heldur en tuðrur. Svo er annað mál hvort það verði eitthvað úr því, það varð ekki síðasta vetur.

Ég og lilla sys ætlum að skreppa á Esjuna með rassaþotur í farteskinu - það verður stuð að bruna þar niður!! Svo fremi sem við fáum ekki stein á rófubeinið, það væri værra.

Ég hugsa samt  að ég klippi bara ruslapoka og renni mér niður þessa fimm metra brekku hér heima, það er öruggast fyrir þrítug gamalmenni.

Biribimm biribamm