Færslur frá 6. desember 2009

3-6 desember

Sunnudagur, 6. desember 2009

Fimmtudagur
Þá er komið að þessu árlega - halda afmæli. Desember er hræðilegur mánuður, dótlan á afmæli og 3 systrasynir líka. Einnig er ég að fara að útskrifast og halda upp á þrítugsafmælið og mér fannst sniðugast að slá því saman í eina veislu. Svo ekki sé minnst á jólin sjálf. Það á eftir að bergmála á kortareikningnum korter í jól. Með síðustu krónunum heyrist jarm en við algjöran fjárskort mun einungis verða spegilmynd af mér með óttaslegin augu hvíslandi - “halló??”

Föstudagur
Stuðið er þegar byrjað, ég með fingurinn á lofti rappandi “taktu til taktu til þarna ormur” ásamt því að skrifa lista yfir það sem ég þarf í allar veislurnar, draslið sem ég þarf að huga að fyrir útskrift, innkaupalista og ský af hreinsiefnum elta mig. Hárið var litað því ég ætla að vera fín í útskriftinni. Hárið átti að verða rauttish en það lítur út fyrir að ég hafi dottað undir rauðvínsbelju með opinn kranann.

Laugardagur
Þessa dagana er ég einstaklega klaufaleg í eldhúsinu. Hvað sem ég reyni að gera endar út um allt eldhús, ég þarf að skúra loft og gólf eftir aðfarirnar. Núna var ég að baka ljótustu Bettí krokker djöful sem sést hefur hér nær og fjær, meira af súkkulaði var á mér en á kökunni. Ég bað dótluna að segja krökkunum að það hefði einhver óvart keyrt yfir hana. Eða nærri lagi að segja að mamma sín hafi keyrt yfir hana miðað við hvernig ég keyrði í dag. Ég var á leið í Elkó skeifu en tók ranga beygju. Skyndilega var ég á leiðinni að versla mér á KFC, sem ég ætlaði mér alls ekki. Eftir að hafa keyrt á og yfir nokkra kanta þá var ég allt í einu komin í Elkó, þetta var víst stysta leið sem ég gat farið. Unglingapartý í dag og ég verð skammt undan - en ekki of nálægt - svo ég verði ekki gráhærð fyrir aldur fram. Þó held ég að þrjú grá hár hafi læðst fram þegar ég kom heim.

Hérna er ljóta kakan

img_5427.JPG
Sunnudagur
Dótlan 12 ára - ó mæ gad. Hvernig getur barnið orðið 12 ára á 5 árum???

Biribimm biribamm