Kss kss…

Æ það var svo sæt kisa á ganginum í blokkinni í gær. Hún var með riiiisastór augu sem hefðu getað brætt Vatnajökul á korteri. Ég tók hana með mér inn, kisalingur á ekkert erindi í okkar blokk. Hún var hrædd greyið litla og faldi sig, en smám saman tókst mér að lokka hana fram, gefa henni að éta og klappa henni. Dótlan reyndi að ná á eigandann til að kanna hvort kisa væri týnd, þó hún byggji ekki svo ýkja langt undan. Eigandinn svaraði ekki og ég lofaði að passa litla sæta kisulinginn þangað til eigandinn hefði samband.

Ég klappaði sætu kisunni og knúsaði. Hugsaði með mér að einmanna piparkerlingin ég þyrfti að fá mér kisu til að kúra hjá.

Um nóttina fór kötturinn að mjálma og væla og æmta og skræmta. Ég henti helvítinu út og gerði heiðarlega tilraun til að sofna. Andskotans himpgimpið vældi fyrir utan og ég sá stórum eftir að hafa ekki verið búin að taka byssuprófið og eiga einn haglara eða svo í skápnum. Hann hlýtur að hafa heyrt hugsanir mínar því löööngu seinna fór hann. Ansi hægar hugsanir þar á ferð, en skilvirkar.

En ég veit að ég mun ekki fá mér neinn andskotans kött

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.