Boozt ala Sonja

Venjulega eftir smá skróp í ræktinni, þá fær maður heljarinnar harpðsperrur. Ég er allavegana þannig, að eftir smá pásu geng ég um eins og nírætt gigtveikt gamalmenni. Ég þarf að undirbúa mig andlega undir að arka upp stiga og að teygja mig eftir hlut - sérstaklega ef ég þarf að beygja mig! Ég hef ræstingar að atvinnu og það er bara þjáning.

Fyrir nokkru síðan mallaði ég saman boozt eftir fyrsta ræktartímann eftir skróp og fékk litlar harðsperrur. Ég skrópaði aftur og mallaði sama booztið og enn og aftur var ég að upplifa litlar harðsperrur. Ég finn til, ekki efast um það. En ég get gengið eðlilega og teygt mig, beygt mig, reigt mig og unnið léttilega. Hvað er dásamlegra en að finna harðsperrur án þess að vera nánast farlama?

Harðsperrur fáum við eftir álag á vöðvann. Skemmdir verða á vöðvafrumum sársaukinn kemur fram þegar bólgusvörun verður í vöðvanum og viðgerð hefst.

Boozt ala Sonja

Ca 500 ml (fyrir tvo venjulega, ég fæ mér frekar stórann skammt)

4 hvítkálsblöð
2 gulrætur (eða 1 stór)
1 epli/pera
1 tsk glútamín
300 ml vatn

Mixað í blandara. Mjög bragðgott, verður enn mýkra bragð ef notuð er pera í stað eplis.

Hvítkál
Í hvítkáli er hið margrómaða eða óþarfa prótínið glútamín. Sumir segja að ræktarfólk þurfi það, aðrir að það hafi engin áhrif. Ein rannsókn sýndi að það hefði góð áhrif á bata hjá skurðsjúklingum. Því er sá möguleiki á að það hjálpi til við uppbyggingu á skemmdum vefjum.
Hvítkál er talið hafa bólgueyðandi áhrif, andoxandi áhrif og hjálpar til við vöðvauppbyggingu.

Gulrætur
Eiga þátt í að lagfæra miniháttar sár og meiðsli. Bætir vöðvaheilsu, hefur bólgueyðandi áhrif sem og hefur góð áhrif á blóðsykursjafnvægi.

Epli
Quercetin í eplum hafa bólgueyðandi áhrif.

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.