Færslur marsmánaðar 2010

Að hrósa um of…

Þriðjudagur, 23. mars 2010

Arna vinkona er rosalega dugleg að hrósa eða segja eitthvað fallegt við mann. Gangi þér vel og hafðu það gott heyrast ansi oft úr hennar ranni. Það heyrist líka ágætlega á dóttur hennar sem fannst ég ansi dugleg í morgun þegar ég var að bera á mig krem eftir sturtuna.

Við Arna vorum að spjalla saman, hún á heimleið frá mér, og mér varð brátt í brók og sagði henni að ég þyrfti að kúka  - hún segir í fáti þegar hún kveður “ok bæbæ! gangi þér vel að kúka!!”

Biribimm biribamm

Dótlan að tjá sig

Laugardagur, 20. mars 2010

Dótlan: mig langar í neðribjöllu
Ég: ha?
Dótlan: Nei ég meina skellibjöllu
Ég: já þú meinar, nei taktu orðin í sundur
Dótlan: ha, hvað meinarðu?
Ég: taktu orðin í sundur og notaðu tvo helminga
Dótlan: Skellibjalla?
Ég: nei taktu bjalla út
Dótlan: neðriskella?
Ég: nei
Dótlan: nöðruskella?
Ég: nei snúðu þessu við
Dótlan: Skellineðra?

…. Nei skellinaðra!!! Já mig langar í skellinöðru

Biribimm biribamm