Færslur frá 20. mars 2010

Dótlan að tjá sig

Laugardagur, 20. mars 2010

Dótlan: mig langar í neðribjöllu
Ég: ha?
Dótlan: Nei ég meina skellibjöllu
Ég: já þú meinar, nei taktu orðin í sundur
Dótlan: ha, hvað meinarðu?
Ég: taktu orðin í sundur og notaðu tvo helminga
Dótlan: Skellibjalla?
Ég: nei taktu bjalla út
Dótlan: neðriskella?
Ég: nei
Dótlan: nöðruskella?
Ég: nei snúðu þessu við
Dótlan: Skellineðra?

…. Nei skellinaðra!!! Já mig langar í skellinöðru

Biribimm biribamm