Færslur júlímánaðar 2010

Tandurhreinn rass

Föstudagur, 9. júlí 2010

Það er ókhjákvæmilegt að fyrst að maður er komin í sumarfrí og hefur nægan frítíma, að taka smá almennilega hreingerningu. Þar sem ég er nýflutt þá er engin þörf á að taka íbúðina í gegn, því tók ég á það ráð að taka annarskonar hreinsun.

Engin er kona með konum eða maður með mönnum nema vera almennilega hrein/n að innan sem utan. Því ákvað ég að sumarfríshreingerningin ætti að vera á mér. Þar sem ég er svoo dugleg að fara í sturtu þá þurfti ég bara að skipuleggja innri hreinsun - ristilhreinsun. Mér þótti samt ekkert sérlega freistandi að sitja á dollunni með aðstoðarmann vopnaðann pípu með mér. Hvað var þá til ráða?

Jú, ristilhvati! Jurtablanda vopnuð cilit bang og skrúbbara átti að gláfægja á mér rassgatið  á fimm dögum. Ég bara gat ekki staðist þetta og fjárfesti í einum poka. Fyrst ég var að fjárfesta í svona skrúbbi varð ég líka að fá mér ristilorku, svona eftirmeðferð með góðu bóni. Þannig að eftir einn mánuð eða svo á ég að vera með hrikalega hreint rassgat.

Þar sem þetta er kallað “jurtate” þá ákvað ég að ein teskeið af dufti ætti að fara í heitt vatn. Það bara segir sig sjálft; te = heitt vatn. Einnig ákvað ég að það væri betra að hrista blönduna heldur en að hræra. Það var sko í leiðbeiningunum, hrista eða hræra. Það klingdu einhverskonar viðvörunarbjöllur í hausnum á mér, “hrista heitt vatn = mikill þrýstingur” en ég hummaði það bara af mér. Því skellti ég teskeið af svörtu dufti og slummu af heitu vatni í hristara og ég var rétt búin að hrista einu sinni þegar dollan sprakk í sundur. Óþarft að segja kannski, en grár vökvi spýttist um allt eldhús og ég var grá og sæt í framan. Ég var meira að segja grá inni í eyranu!

Tilraun tvö gekk aðeins betur. Þar setti ég eina teskeið af svörtu dufti í slummu af köldu vatni og hristi vel. En að koma þessu niður gekk ekki jafn vel. Ég kúgaðist og grét við hvern sopa, en að sleppa því að drekka þetta kom ekki til greina! Því sat ég sem fastast, með glas af gráu vatni fyrir framan mig og táraflóð á kinnum, næsta hálftímann eða svo. Ég bjóst við einhverri skítlegri sprengju og beið spennt eftir að einhver drusla kæmi út. Ekkert gerðist. Bara ekki neitt. Mér leið stífluð. Um kvöldið kom bara þetta same old same old, venjulegur íslenskur kúkur.

Dagur tvö var pínu betri. Ég skellti svarta duftinu í appelsínusafa og ég slapp við að kúgast og gráta. Vont var það jú, en ekki eins. Það leið á daginn og lítið spennandi gerðist, allavegana engin atómbomba. Ég var farin að búast við löngu týndum óskilamunum, s.s. hárspennu eða gömlum sokk. Ekki það að ég hafi étið svoleiðis, en hvað veit maður hvert þetta fer þegar þetta týnist.

Á degi þrjú vaknaði ég með magann til Hafnarfjarðar. Sem er svo sem ekkert nýtt, ein af ástæðum þess að ég ákvað að þetta væri sniðug hugmynd. Ég var mikið að rökræða við sjálfa mig um hvort ég ætti að haskast í boot camp, ég væri svo þreytt. Í miðjum rökræðum áttaði ég mig á því að ég er búin að vera þreytt síðustu tvo daga! En það var ekki þreytan sem vann rökræðurnar, heldur einfaldlega hræðslan við að skíta á mitt gólfið í öllum hamagangnum. Ég ákvað því að hvílast aðeins lengur og var svo ágætlega hress frameftir. Hvort það var  því ég var úthvíld eða að ég var  að drekka rautt spark skal ég ekki segja til um. Svipuð lítil bomba kom þennan dag jafnt og hinn, engin læti svo sem. Annars ef það væru að koma atómbombur skil ég þessi 2-10 kg sem fólk missir á þessum kúr. En atómbombur eru engum hollar og ekki líklegar til að valda varanlegum þyngdar missi.

Dagur fjögur rann upp. Ég vaknaði með magann í Mosfellsbæ, það var ágætis tilbreyting. Síðustu vikur hef ég verið að drösla maganum milli Hafnafjarðar og Mosfellsbæjar, erfið þrautarganga það. En dagurin var frekar skítlegur með tilheyrandi magaverkjum og látum. Bara eiiiinn dagur eftir !

Fimmti og jafnframt síðasti dagurinn sem ég píni ofan í mig skrúbbinn. Ég ákvað að þora í boot camp þennan daginn, krossaði fingur yfir að ég mundi ekki skíta í brækurnar. Ég er ekki eins þemd eins og ég var áður en ég byrjaði. Ég passa aftur í sömu buxurnar og ég passaði í fyrir uppþembu. Ég held svei mér þá að ég sé orðin tandurhrein að innan. Útum rassgatið á mér kemur góð angan og glampandi sól.

Biribimm biribamm