Færslur ágústmánaðar 2010

Mægður í berjaklúðri

Miðvikudagur, 11. ágúst 2010

Þriðjudagur

Ákveðið var að halda á Nesjavelli og tína ber þar. Við ókum Hafravatnsveginn að Nesjavöllum og rúntuðum þar um að leita að góðri berjabrekku. Við sáum lítið og mamma sagðist vita af einni góðri þarna handan við virkjunina.

Svo við ókum áfram og framhjá virkjunni og vorum komnar að Þingvallavatni þegar mamma áttaði sig á því að hún væri búin að týna brekkunni. Við ókum samt áfram í von um að finna ber.

Við vorum komnar nokkuð inn Uxahryggi þegar við komumst að þeirri niðurstöðu að það væri bara best að snúa við og fara heim. Mamma var komin í reykþörf og ákvað að fá sér að smóka - hjá þessu fína bláberjalyngi. Ég kom allavegana heim með 1 kg af bláberjum, sem er meira en nóg fyrir mig að snarla. Stundum er gott að reykja

Miðvikudagur

Nú var ferðinni heitið inn í Selvog, þar átti að vera gott berjaland samvkæmt mömmu. Við keyrðum framhjá skilti sem stóð á “Hlíðarendavegur” og mamma var alveg á því að við hefðum átt að beygja þar. Ég var alveg með það á  hreinu að þetta væri botngata en að sjálfsögðu trúði hún mér ekki. Þetta væri víst rétti vegurinn!

Sem þetta var, hér einu sinni. Þetta var jú botngata og eftir stutt símtal við vegagerðina komumst við að því að búið var að færa veginn hjá Þorlákshöfn. Ókum við því þangað og römbuðum að Strandakirkju. Fyrst við vorum komnar þangað gátum við alveg eins skoðað.

En ferðin hélt áfram og við ókum veginn í átt að Grindavík. Þar sem búið var að færa veginn var berjalandið týnt. Hvergi sáum við gott berjaland, en við fundum þó mitt í öllu kjarinnu smá laut til að sitja á í logni og nesta.

Þegar við vorum orðnar saddar héldum við áfram að leita að berjalandi. Við komum inn í Krísuvík og fyrst að við vorum þar ákváðum við að skoða Grænavatn og Seltún. En ekkert bólaði á berjalyngi.

Það var ekki fyrr en við komum að Kleifarvatni sem sást glitta í ber. Hugsa að blessað bláberjavínið hennar mömmu verði svolítið dýr sopi fyrir rest.

Biribimm biribamm