Góður matur maður!

Sparnaðar blómkálssúpa.

Ég keypti um daginn blómkálshaus sem var innilokaður í laufi. Ég tímdi ekki að henda því og ákvað því bara að búa til súpu úr laufinu. Súpan varð ótrúlega góð. Fylgt er uppskrift af venjulegri blómkálssúpu nema laufin eru soðin í um hálftíma, rétt í restina er bætt við smá blómkáli til að fá kraft, svo rjómanum.

Ódýr, holl og súper dúper góð pizza (fyrir einn).

Slatti af hveitikími, af slumma olíu og dass  vatni, pizzakrydd, hvítlaukspipar og svartur pipar hrært í skál. Klesst á bökunarplötu og jafnað út með höndunum (það er auðveldast)
Þurrkað í 20-30 mín við ca 180° (ekki með blæstri)

Tómatsalsa
einn tómatur skorinn í litla bita
ræma af lauk saxaður
biti af chilli saxaður

Pizzasósu dreift á botninn, síðan ost og tómatsalsa ofan á ostinn. Til að gera pizzuna einstaklega mjúka og djúsi er klessum af hreinum rjómaost laumað hér og þar ofan á. Bakað við 200° hita og aftur, ekki blástur.

Bon apetide

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.