Magans og hjartans boozt

Núna eftir jólin eru trönuber á niðursettu verði, einhver skemmd ber inn á milli en kemur samt út í plús. Týna bara út skemmdu berin, skola heilu berin vel og þurrka. Skella þeim síðan í frystinn og nota þau í boozt.

Trönuberjasafi er mikið notaður á ýmsum heilsustofnunum gegn þvagfærasýkingu, oft er gefinn trönuberjasafi áður en reynt er við sýklalyfjameðferð. Trönuber eru stútfull af plöntuhollefnum, flavóníðum. Eitt af þeim efnum húðar þvagblöðruveggina að innan sem gerir bakteríum erfitt fyrir að festa sig.

Einnig hafa plöntuhollefni í trönuberjum  góð áhrif á hjarta- og æðakerfið. Virknin virðist vera mest í heilum berjum, þar sem sum efnin vinna saman en aðskiljast við vinnslu. Rannsóknir hafa sýnt að dagleg inntaka trönuberja eða safa geta komið í veg fyrir að ákveðin ensím sem valda æðakölkun fari af stað.

Trönuber virðast hafa bólgueyðandi áhrif (sérstaklega á tanngóma), minnka líkur á nýrnasteinum, styrkja ónæmiskerfið og minnka líkur á myndun krabbameins.

Einnig eru trönuber talin jafna bakteríuflóruna  í maga, og þar með minnka líkur á magasári.
http://whfoods.org/genpage.php?tname=foodspice&dbid=145

Kalíumríkir bananar hafa löngum þótt hafa góð áhrif á hjarta og æðakerfið með því að halda blóðþrýstingi í skefjum.
Einnig eru bananar taldir góðir til að halda sýrustigi í jafnvægi sem og auka virkni frumna í maga sem framleiða slím. Þannig minnka líkur á magasári.
http://www.whfoods.com/genpage.php?tname=foodspice&dbid=7
Trönuber og banani eru því súper dúper blanda fyrir hjarta og maga.

Magans og hjartans boozt

Hálfur banandi
3 lúkur frosin (eða fersk) trönuber
1 glas af vatni
Blandist og drekkist.

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.