Færslur janúarmánaðar 2011

Magans og hjartans boozt

Mánudagur, 24. janúar 2011

Núna eftir jólin eru trönuber á niðursettu verði, einhver skemmd ber inn á milli en kemur samt út í plús. Týna bara út skemmdu berin, skola heilu berin vel og þurrka. Skella þeim síðan í frystinn og nota þau í boozt.

Trönuberjasafi er mikið notaður á ýmsum heilsustofnunum gegn þvagfærasýkingu, oft er gefinn trönuberjasafi áður en reynt er við sýklalyfjameðferð. Trönuber eru stútfull af plöntuhollefnum, flavóníðum. Eitt af þeim efnum húðar þvagblöðruveggina að innan sem gerir bakteríum erfitt fyrir að festa sig.

Einnig hafa plöntuhollefni í trönuberjum  góð áhrif á hjarta- og æðakerfið. Virknin virðist vera mest í heilum berjum, þar sem sum efnin vinna saman en aðskiljast við vinnslu. Rannsóknir hafa sýnt að dagleg inntaka trönuberja eða safa geta komið í veg fyrir að ákveðin ensím sem valda æðakölkun fari af stað.

Trönuber virðast hafa bólgueyðandi áhrif (sérstaklega á tanngóma), minnka líkur á nýrnasteinum, styrkja ónæmiskerfið og minnka líkur á myndun krabbameins.

Einnig eru trönuber talin jafna bakteríuflóruna  í maga, og þar með minnka líkur á magasári.
http://whfoods.org/genpage.php?tname=foodspice&dbid=145

Kalíumríkir bananar hafa löngum þótt hafa góð áhrif á hjarta og æðakerfið með því að halda blóðþrýstingi í skefjum.
Einnig eru bananar taldir góðir til að halda sýrustigi í jafnvægi sem og auka virkni frumna í maga sem framleiða slím. Þannig minnka líkur á magasári.
http://www.whfoods.com/genpage.php?tname=foodspice&dbid=7
Trönuber og banani eru því súper dúper blanda fyrir hjarta og maga.

Magans og hjartans boozt

Hálfur banandi
3 lúkur frosin (eða fersk) trönuber
1 glas af vatni
Blandist og drekkist.

Biribimm biribamm

Góður matur maður!

Sunnudagur, 23. janúar 2011

Sparnaðar blómkálssúpa.

Ég keypti um daginn blómkálshaus sem var innilokaður í laufi. Ég tímdi ekki að henda því og ákvað því bara að búa til súpu úr laufinu. Súpan varð ótrúlega góð. Fylgt er uppskrift af venjulegri blómkálssúpu nema laufin eru soðin í um hálftíma, rétt í restina er bætt við smá blómkáli til að fá kraft, svo rjómanum.

Ódýr, holl og súper dúper góð pizza (fyrir einn).

Slatti af hveitikími, af slumma olíu og dass  vatni, pizzakrydd, hvítlaukspipar og svartur pipar hrært í skál. Klesst á bökunarplötu og jafnað út með höndunum (það er auðveldast)
Þurrkað í 20-30 mín við ca 180° (ekki með blæstri)

Tómatsalsa
einn tómatur skorinn í litla bita
ræma af lauk saxaður
biti af chilli saxaður

Pizzasósu dreift á botninn, síðan ost og tómatsalsa ofan á ostinn. Til að gera pizzuna einstaklega mjúka og djúsi er klessum af hreinum rjómaost laumað hér og þar ofan á. Bakað við 200° hita og aftur, ekki blástur.

Bon apetide

Biribimm biribamm