Færslur aprílmánaðar 2011

Rusl súpa og ponsu hollusta í eplaköku

Sunnudagur, 3. apríl 2011

Það er ágætt að nýta allt sem er ætt, en er oftast hent, í súpu. Ég átti afskurð af blómkáli (laufin) og græna endann á púrru og mallaði súpu úr því. Fínasta súpa.

2 msk smjör látið bráðna í potti
Frekar fínt söxuð púrran látin malla við hægan hita í 7 mínútur
Afskurðinum hent útí og látið brallast í 10 mínútur í viðbót

1 lítra af vatni sullað saman við ásamt salti, svörtum pipar og eðal-kjúklingakryddi frá pottagöldrum (besta krydd í heimi). Látið sjóða í korter. Annaðhvort að eta súpuna svona heita eða láta hana kólna aðeins og skella henni í matvinnsluvél og vinna hana vel. Mjög góð súpa.

Það er ekki erfitt að troða örlítilli hollustu í baksturinn, og það er meira að segja nokkuð bragðgott. Það er mikill misskilningur að bakkelsi sé vont nema það sé bara hveitiklístur í því. Ég bakaði eplaköku áðan.
1 egg + 125 g af sykri (já ég notaði sykur) hært saman þar til létt og ljóst. 125 g af smjöri hært saman við.
125 g samanlagt af hveitiklíði, hveilhveiti og hveiti (25 g hveiti nóg) og 1 tsk vínsteinslyftiduft (já eða bara venjulegt) hært saman við.

Stappað í form, eplaskífum raðað yfir og smá kanilsykri.
Bakað við 180°C í 30 mín.
Þegar kakan er til er bitum af dökku súkkilaði dreift á kökuna, sett í ofninn (sem búið er að slökkva á) í 1-2 mín. Smyrja súkkulaðinu á alla kökuna og rymja af ánægju með hverri skeið.

Biribimm biribamm