Færslur maímánaðar 2011

Öldruð

Miðvikudagur, 25. maí 2011

Ég var að renna í gegnum netpóstinn og álpaðist til að renna yfir póst frá vefsíðu sem ég er áskrifandi af.  Þessir póstar fjalla iðulega um “fat burn”, weight loss” og “food for wrinkles” sem ég hef afar takmarkaðan áhuga á að lesa um. Af hverju ég er áskrifandi er annar handleggur, mögulega gæti einn daginn komið einhver áhugaverð grein um eitthvað skemmtilegt stöff.

En jæja, ég rakst á próf sem gæti orðið skemmtilegt. “Is your skin older or younger than the rest of you? ” Leiðbeiningarnar voru þær að ég átti að grandskoða hverja svitaholu með stækkunargleri. Eða ég gerði það allavegana mjög samviskusamlega.

Fyrir ekki svo margt löngu var ég að býsnast yfir orðum lýtalæknis að þegar aldurinn slægi tuttuguogfimm væri tími til komin að strekkja draslið. Ég ætlaði því svo sannarlega að afsanna það að kerlingar á mínum aldri (ólmóst dörtí tú) þyrftu að skreppa í verslunarferð til lýtó.

Valmöguleikar í þessu skemmtilega prófi voru nei, lítið, mikið.
Ennishrukkur? smá - Broshrukkur? Ein lína - Reiðihrukkur? Smá - Krákufætur? Ef ég rýni - og nei, húðin lítur ekki út eins og kertavax í sól.

Ég ýtti spennt á “finish” og beið eftir blikki á skjánum - ” woha, looking goood gemla”

Í staðin sá ég bara “Your SkinAge is 34.”

Biribimm biribamm