Færslur desembermánaðar 2011

Hvatning dagsins

Föstudagur, 30. desember 2011

Frestun er mesti tímaþjófurinn

Biribimm biribamm

Mynd dagsins

Fimmtudagur, 29. desember 2011

295996_316559188360068_167134596635862_1513288_1771060735_n.jpg

Lagið

Fimmtudagur, 29. desember 2011

Fyrir rækt, og jafnvel í ræktinni, er gaman að hlusta á Keep me með The black keyes

Þegar í ræktina er komið er snilld að spila Blue suede shoes cover með Motorhead

Þarf líkamsrækt að kosta mikið?

Miðvikudagur, 28. desember 2011

Þú þarft ekki að leggja út mikinn pening til að vera í dúndurformi. Það er nóg að kaupa skeiðklukku eða Gymboss interval timer, fæst hjá Hreysti og Perform.is. Þú getur svo sankað að þér smám saman teygjum, boltum, sandpokum, púðum, lóðum, stöngum, bjöllum, dýnum, trx böndum eða hvað sem þig langar að eiga heima.

BodyrockTv, BodyrockTv á youtube er eingöngu með heimaæfingar, flottir kroppar þarna á ferð sem sanna að þú þarft ekki ræktarstöð til að ná árangri. Allt þér að kostnaðarlausu.

Biribimm biribamm

Æfing í dag

Þriðjudagur, 27. desember 2011

http://crossfitreykjavik.is/ er með opið hús til 2 janúar. Ég ákvað að skella mér á æfingu þar í dag og það var svo gaman, með því skemmtilegasta sem ég hef gert. Ég hef lengi verið með þann draum í maganum að skella mér í crossfit en aldrei prófað fyrr en nú. Ég mun fara aftur á morgun og hinn og hinn og hinn og hinn.

Vikuna 3-7 jan er opið hús hjá  http://box.is/, um að gera að mæta og prófa.

Biribimm biribamm

Hvatning dagsins

Þriðjudagur, 27. desember 2011

Þorðu að láta þig dreyma um hið ómögulega

Biribimm biribamm

Vefsíðan

Mánudagur, 26. desember 2011

Betra form Hallgrímur Andri bloggar um heilsurækt, fræðandi blogg

Lagið

Mánudagur, 26. desember 2011

Eat you alive með Limp bizkit

Æfing í dag

Mánudagur, 26. desember 2011

það er orðið svolítið síðan ég heimsótti JIM, ég hef ótal réttmætar afsakanir fyrir því. Fyrst var ég veik, svo var svo mikið að gera af því að ég var veik og svo var ég löt. Allt góðar og gildar ástæður. Ég þyngdist um 2 kg í jólaletinni, sem væri í góðu ef það færi ekki allt á einn stað á líkamanum - þ.e.a.s svæðið milli nafla og klofs. Ég er voðalega sæt í kjól þannig, með smá útistandandi bungu á einum stað. Að hluta til er þetta að sjálfsögðu líka vegna vöðvaójafnvægis í líkamanum, þegar mjaðmir standa aðeins aftur hlýtur kviður að slútta fram.

Ég tók einskonar Tabata í dag, ég var ekki með klukku og því gerði ég x margar endurtekningar af æfingu og hvíldi í 10missisippi - en 8 lotur.

Upphitun á 13 500 m
tabata sprettir á 15, allar loturnar - ég var ekki að leggja meira á ökklann en það
10 x (í hverri lotu) hnébeygjur með 6kg medicine ball og þegar ég fór upp henti ég boltanum upp í loft, greip og beint í hnébeygju. Fann ekki sýningaræfingu, best er að skorða boltann við bringu.
7x (í hverri lotu) 18 kg á stöng sumo deadlift high pull
10x kassahopp í hverri lotu, kassinn sem við erum með er 35 cm (þarf að grenja út hærri kassa)
5x 18 kg á push press í hverri lotu
10x framstig annar fótur í einu (4 lotur hvor fótur). Ég setti reyndar hægri fótinn (tognaða) upp á kassa og gerði lyftur, þá var minna álag á ökklann.
5x róður með stöng ,18 kg í hverri lotu
7x 5kg þríhöfða  lyfta, fann ekki sýnikennslu. Þú stendur í sömu stöðu og þegar þú gerir róður með stöng, hendur með síðum og hreyfingin er aðeins í olnboga - aðalálagið er þegar farið er aftur. Þú finnur álagið í þríhöfða ef þú ert að gera þetta rétt

Ég smakkaði eftir æfingu drykk sem kallast Hulk, hveitigras og spirulina. Hljómar ekki vel en bragðast ágætlega. Þegar heim var komið fékk ég mér 3x eggja eggjahrærur kryddað með salti, pipari, kjúklingakryddi frá pottagöldurum og dassi af spínati. Smakkast ótrúlega vel.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Girl power!

Biribimm biribamm

Hvernig þú átt að haga þínu lífi í jólahavaríiinu

Föstudagur, 23. desember 2011

Ég skal segja þér það því ég veit það. Þú átt að *trommusláttur* hafa jólin eins og henta þér best. Ef þú villt æfa 11 mánuði ársins til að bæta öllu á þig yfir jólin er það allt í lagi. Ef þú villt skera við nögl og gráta í súpuna er það bara allt í lagi líka. Ef þú ætlar þér ekki að éta nammi og étur svo óvart nammi og það alla daga og eyðir svo restinni af vetrinum í að éta nammi því þú ert með samviskubit yfir að hafa fallið yfir jólin er það líka bara allt í lagi.

Við eyðum of miklum tíma í innri baráttur af því að við gerum eða gerum ekki það sem okkur finnst að ætti eða ætti ekki að vera.

Til þægindarauka í desember er ágætt að setja sér markmið ef þú villt ekki upplifa eitt af ofantöldu.
Ætlarðu að detta í óhollustu? Ókídókí, settu þér þá markið að þú haldir áfram af hörku í ræktinni og plan um hvernig þú ætlir að snúa við blaðinu á næsta ári.
Ætlarðu að smakka en halda þig að mestu á beinu brautinni? Ókídókí, þá gerirðu það.
Ætlarðu að gráta í súpuna? Ókídókí, en ekki vorkenni ég þér.

Viktor Hugo sagði: people don’t lack strength, they lack will.

Asni í Shrek sagði: where there is a will, there is a way.

Biribimm birijól