Færslur frá 7. desember 2011

Æfing dagsins

Miðvikudagur, 7. desember 2011

Upp á síðkastið hefur tekið letin tekið völdin. Þessi blessaða leti röltir um og efast aldrei um að hún finni verðug fórnarlömb. Hún fann mig fyrir nokkru og hefur þrjóskast við að halda í mig, stundum er ég bara svo skemmtileg. Ég ákvað því að taka á það ráð að segja henni stríð á hendur með því að blogga um baráttuna. Þá verður einnig eitthva smá líf á þessu blessaða bloggi, fyrst ég hef ekki lengur hugmyndaflug í annars konar pistla. Einnig ætla ég að henda inn hvetjandi myndum og setningum, það hefur verið nokkur hvati fyrir mig að skoða þannig dótarí.

Í gær tók ég ágætis æfingu eftir smá pásu. Upphaflega ætlaði ég einungis að fara einn hring. Þegar ég var búin með einn hring ákvað ég að helminga æfingarnar og fara annan. Ég endaði á að fara fjóra hringi. Þetta var skemmtileg æfing, ég gáði ekki að tímanum en ég var allavegana klst að klára, frekar slöpp.

Ég er einnig að rétta stöðuna á líkamanum. Ég er með afturstæðar mjaðmir og rúnaðar alxlir. Þá þarf neðri kviður og aftan á læri styrkingu, bak og nári teygju. Brjóst og herðar teygju og efra bak styrkingu.

Ég skrifaði á úlnliðinn á mér: ONE MORE
Upphitun: Skokkaði á 13 á brettinu 500 m. Lækkaði niður í 8 og gekk og skokkaði með réttingu í huga. Ég kreisti kviðinn, og þar með dregst mjöðmin aðeins fram, og sveiflaði höndum beint fram. Við sem erum með rúnaðar axlir sveiflum höndum til hliðar þegar við hlaupum. Hendur eiga að sveiflast beint fram.

Því næst teygði ég á brjósti og nára.

Allar æfingar, nema upphífingar, tók ég 20 - 15 - 10 - 5. Upphífingar tek ég með aðstoð fóta, þ.e. fer upp frá bekk. Ég tók 5-10 upphífingar í hverjum hring.

Hringurinn:

upphífingar
kassahopp
2 ferðir í stiga
power clean 20kg
Ketilbjöllu thrusters 8kg (hvor bjalla)
2 ferðir í stiga
hangandi hnélyftur
burpees
2 ferðir í stiga
öfugar armbeygjur
sipp með kross - 1x undir venjulegt og 1x undir kross er eitt hopp
2 ferðir í stiga

Síðan tók ég að sjálfsögðu góðar teygjur á nára, brjósti og herðum
Í dag læt ég mér nægja göngutúr

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Girl power!

Biribimm biribamm