Færslur frá 9. desember 2011

Hvatning dagsins

Föstudagur, 9. desember 2011

Sweat is fat crying

Biribimm biribamm

Föstudagur

Föstudagur, 9. desember 2011

Á föstudögum er á dagskránni að fara út að skokka. Sama hvernig viðrar er ekki leyfilegt að æmta, skræmta og grenja “já en veðrið”. Ég á bara að sjúga horið upp í nasirnar og drullast út. Nema í dag, það var svo kalt. Ég sver að ég missti næstum fingurna við það eitt að labba inn í upphitaðan ræktarsalinn. Og ég lýg næstum aldrei.

Annars var æfingin í dag frekar róleg, tók aðeins fætur og axlir og mjaðmir og bak.

Hitaði upp með því að hlaupa 500 m á 13. Fyrst ég er ekki lengur að stara á metrana með örvæntingu í svip að þeir skuli telja svona hægt neyðist ég til að hækka hallann næst. Ég hugsa svei mér þá að ég gæti hlaupið úti á þessum hraða, þarf að mæla það. Það er gaman að vita þessa tölu, hversu hratt maður hleypur eða gengur. Síðast þegar ég mældi hljóp ég á hraðanum 11 km/klst. Þessa tölu færðu með því að ganga eða skokka ákveðna vegalengd í metrum talið og mælir tímann í sekúndum. Síðan deilirðu m/s og margfaldar útkomuna úr því með 3.6 og færð þá km/klst.

En æfingin í dag var svoskrifandi:

Róður (10) 500m

20-15-10-5
Hneybeygja með stöng yfir höfði, engin þyngd
Framstig (á hvorn fót) með 5 kg skífu sem var sveiflað til hliðanna í hverju skrefi
Ketilbjöllusveiflur, 16 kg

Róður (10) 500 m

20-15-10-5
Axlaarmbeygjur
Tvíhöfðakrulla með annari og axlarpressa með hinni, góð æfing fyrir samhæfingu. Endurtekningarnar fyrir bi/press voru öðruvísi, ég gerði á hvora hendi: 10-7-5-5. Var með 10 punda lóð
Sumo deadlift high pull, 15 kg á stöng
Push press, 15 kg á stöng

Róður (10) 500 m

20-15-10-5
Mjaðmalyfta. Liggjandi á hlið, neðri fótur boginn en efri beinn með ökla í vinkil. Ef öklinn er laus verður lyftan of há og þá eru vöðvar í nára að vinna. Endurtekningar á hvorn fót
Bakreisa á bolta
Rassapressa á bolta, axlir hvíla á bolta og rass sígur að gólfi. Síðan eru rassvöðvar kreistir og mjöðmum lyft upp.

Á morgun er svo Tabata æfing undir leiðsögn þjálfara, fön fön fön.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Girl power!

Biribimm biribamm