Færslur frá 11. desember 2011

Tabata

Sunnudagur, 11. desember 2011

Ég skrópaði í tabata tíma í gær, það er sko saga að segja frá því. Ég rankaði við mér þegar síminn gólaði og ákvað að kúra aðeins lengur. Stuttu seinna gólar símaófétið aftur en ég bara komst ekki framúr. Þessar blessuðu dúnsængur eru stórhætturlegar, þær bara halda manni niðri. Mér lá við svo mikilli köfnun að ég barasta sofnaði aftur. Sönn saga!

En ég fór áðan í ræktina og tók tabata sett á brettinu. Tabata er afar skemmtilegt æfingakerfi sem krefst mikils af þér. Tabata flokkast sem HIIT, eða high-intensity interval trainin (hámarks-ákefðar lotuþjálfun. HIIT æfingar eru eins og arinnkubbur, hann er lengi að brenna. Þessar æfingar hækka grunnbrennslu, en helst ástæða þess að margir eiga í erfiðleikum með að ná af sér kílóum er vegna þess að grunnbrennslan er orðin hæg. Kerfið lullar bara í hægagangi og má oft um kenna jó jó megrunum. Svoleiðis vitleysa fokkar upp öllu kerfinu.

Hver tabata æfing er í 4 mínútur, hver lota í 30 sekúndur - 20 sekúndur af átökum og 10 sekúndur í hvíld. Loturnar eru því 8 talsins. Í hverri lotu á að taka á af hámarskákefð, ekkert slugs og hangs.

Ég byrjaði á réttingaræfingu, ég gekk rólega (á 5) og tók kviðkreistu tabata sett. Ég s.s. bara gekk og kreisti kviðinn eins og ég gat og hvíldi á milli. Hitaði mig síðan upp með smá skokki og tók tvö tabata sett.

Í fyrra settinu var ég með brettið í lægstu stöðu og tók spretti. Ég byrjaði á hraða 15 og hækkaði um 5 eftir hverja lotu, endaði s.s. í 18.5

Í næsta setti hækkaði ég brettið í 15° (hæsta staða) og tók 4 lotur á hraða 8, næstu tvær lotur á hraða 9 og síðustu tvær á hraða 10.

Næst tók ég nokkrar æfingar
3 lotur
20 x good morgnings með 12kg ketilbjöllu
10 öfugar armbeygjur
3 lotur
20 x hnúahnébeygjur - djúp hnébeyjustaða, handleggir milli fóta og hnúar í gólf. Handleggir eiga að vera beinir. Hælar og hnúar eiga ekki að lyftast frá gólfi - lyftu rassinum upp og niður
10 upphífingar, ekki hangandi, en mikil áheyrsla lögð á að draga saman herðablöðin og síga hægt niður.

Síðan teygði ég sérstaklega vel á nára og brjósti.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Girl power!

Biribimm biribamm