Lagið
Miðvikudagur, 14. desember 2011Þetta lag er hressandi í ræktinni
Þetta lag er hressandi í ræktinni
Ruglutímabili er sem betur fer lokið hjá mér og ég get farið að setja upp almennilegt plan og get tekið vel á því. Bara gaman
Áheyrslan í dag var á kálfa, kvið og þríhöfða. Ég var reyndar með frekar létt lóð af því að ég var með verki í olnboga. Það er betra að gera minna og léttara heldur en að eiga hættu á því að geta ekki mætt í ræktina næsta dag.
Kálfalyftur á palli 50/40/30/20/10 og á milli hverrar umferðar gerði ég 10 armbeygjur með tær á æfingabolta. Ég fæ oft verki í iljarnar við að gera kálfalyfturnar og því rúllaði ég iljarnar eftir teygjur.
50x sipp hratt
20/15/10/5 Skull crushers 15 pund
50x sipp hratt
5 skull crushers
10 burpess, fara alveg niður í gólf og lyfta upp með hendur upp við síður, það tekur meira á þríhöfða
(20/15/10/5 eru endurtekningar á skull crushers í hverri umferð, hver umferð inniheldur allar æfingarnar í þessari röð)
20/15/10/5
Plankastaða og setja annan fótinn í einu út til hliðar og til baka, báðir fætur er ein endurtekning
Deadlift 27 kg
Legið flöt á gólfi og 12kg bjöllu haldið fyrir ofan höfuð, hendur alveg beinar
10 x fótalyftur (báðar fætur), gæta að bak lyftist ekki frá gólfi
10 x uppsetur
10 x fótalyftur einn fótur í einu
10 x hliðarplanki a hvora hlið og róið með bjöllunni
Svo teygjur með áheyrslu á veikari svæðin og iljarúllur
Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð
Girl power!
Biribimm biribamm