Færslur frá 15. desember 2011

Hvatning dagsins

Fimmtudagur, 15. desember 2011

Schwarzenegger er óvitlaus, ekki að ástæðulausu sem hann hefur komist langt.

http://www.youtube.com/watch?v=2fV5-nCbNko

Ég Á í útistöðum

Fimmtudagur, 15. desember 2011

Ég held að ég eigi ómeðvitað í útistöðum við ákveðinn líkamspart, nefnilega hægri fót. Síðustu helgi var ég að sjóða egg handa unglingnum. Ég tek pottinn af hellunni og fer svo að leita að íláti til að kæla eggin í. Það heppnaðist ekki betur en svo að ég fann skyndilega fyrir skerandi sviða á tám hægri fótleggs. Ég gargaði “fokk fokk fokk” meðan ég hoppaði einfætt inn á bað og skellti fætinum í vaskinn. Ég var með kælingu á tánum í allavegana 5 klst og smurði aloe vera safa af og til á aumingja litlu táslurnar.

Á fimmtudögum spilar starfsfólk í vinnunni körfu og að sjálfsögðu tek ég þátt. Ég brussast þarna áfram eins og vanalega og ætla að sýna körfunni hver ræður. Ég stekk mjúklega upp, boltinn fer upp í fallegan boga og beint ofan í körfu, 3 stiga að ég held, ég kem svo niður á fót mótspilara með hægri fæti,  beyglast niður á gólf og togna. Ég ligg svo bara eins og slytti og æja á mig auma og á sama tíma undrast ég að boltinn hafi í alvöru farið ofan í.

Ég held að þetta kalli á aðstoð fagfólks, það er ekki eðlilegt að gera fleiri en eina tilraun til að slasa líkamspart. Spurning um að leggjast á bekk hjá sála, úthella smá tárum og hori. Það væri ekki verra ef smá ekki næði að læðast með.

Biribimm biribamm

Vefsíðan - Tabata

Fimmtudagur, 15. desember 2011

Fínt að kíkja á þessa síðu og fá hugmyndir og hvatningu

 http://tabataexercise.com/