Færslur frá 18. desember 2011

Kviðæfingar

Sunnudagur, 18. desember 2011

20 mínútna myndband af kviðæfingum, þetta er bara eins og að fara í partý - megafjör.

Lagið fyrir rækt

Sunnudagur, 18. desember 2011

Glaðleg lög koma mér oft í gírinn til að fara í ræktina.

Sól með Bubba kemur mér í ægilega gott skap

Síðan er fínt að Black leather jacket með Motorhead taki við þegar í ræktina er komið

Sunnudagsæfing

Sunnudagur, 18. desember 2011

Jæja, eftir slugs helgarinnar og nokkrar fleiri tilraunir til að slasa hægri hlið ákvað ég að skella mér á æfingu.  Á eftir ætla ég svo að setjast niður og gera plan fyrir restina af desember. Ég vonast til að ég verði fljót að jafna mig í ökklanum svo ég geti æft af kappi fyrir http://www.threkmot.is/, en fyrsta keppnin er í febrúar.

Ég byrjaði á því að róa 500 m, mesta þyngd. Ég taldi það skapa minnsta álagið á ökklann, eftir nokkrar stuttar rennur var ökklinn orðinn heitur og mjúkur og ég fann ekkert til.

Áheyrslan var á axlir og bak, aðalega neðri hlutann á trapezuis og lat. dorsi. Ég byrjaði á léttum lóðum og þyngdi svo smám saman. Þyngdirnar sem ég vann með voru frá 5 og upp í 20 pund og í það mesta 41 kg í niðurtogi.

Axlarpressa með lóðum, önnur öxlin í einu 10/12/15/20 lbs
Einnar handar róður á bekk 10/12/15/20 lbs
Shrugs, ég hallaði mér einnig örlítið fram á við og tók nokkrar lyftur og síðan aftur fyrir og lét lóðin klappa á bakvið. Scot Hermann er oft með fínar æfingar, endilega skoðið meira hjá honum. Tók 10 og 12 lbs
Öfugar armbeygjur 10×4, skiptist á gripi
Axlarhliðarlyftur
, 5 lbs duga mér, það brakar ansi mikið í mér og við miklar áreynslu er ég farin að nota herðar sem ég má ekki gera mikið af, þar sem herðarnar hjá mér eru of stífar. Þar er meiri áheyrsla á að teygja.
Niðurtog, þröngt öfugt grip 18 - 41 kg
Axlarpressa með stöng, 10 kg, og stöng fer aftur fyrir en ekki neðar en að hnakka Niðurtog vítt, gríp 18 - 30 kg
Bakreisa , bara þar til ég gat ekki meir í hvert sinn
Axlaþumla  - tabata sett. Þar sem ég gleymdi úrinu mínu taldi ég með missisippi.

Endurtekningar voru ca fjórar á hverja æfingu.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Girl power!

Biribimm biribamm

Athyglisvert

Sunnudagur, 18. desember 2011

Það getur verið ansi skemmtilegt að gramsa í http://topdocumentaryfilms.com/all/

Ég rakst á þennan skemmtilega fyrirlestur, hann fjallar m.a. um áhrif sykurs á hegðun og líðan, rannsóknir á föngum og munur á afbrotahegðun fyrir og eftir breytingu á matarræði.

Hér er einnig athyglisverð heimildarmynd um af hverju grannt fólk sé ekki feitt. Talað er um að líkaminn sjálfur ákvarði þyngdina og leitist við að vera í þeirri þyngd. Það þýðir þó ekki að þyngdin sé óbreytanlegur fasti.

Svo er supersize me mjög holl áhorfs
Biribimm biribamm