Færslur frá 26. desember 2011

Vefsíðan

Mánudagur, 26. desember 2011

Betra form Hallgrímur Andri bloggar um heilsurækt, fræðandi blogg

Lagið

Mánudagur, 26. desember 2011

Eat you alive með Limp bizkit

Æfing í dag

Mánudagur, 26. desember 2011

það er orðið svolítið síðan ég heimsótti JIM, ég hef ótal réttmætar afsakanir fyrir því. Fyrst var ég veik, svo var svo mikið að gera af því að ég var veik og svo var ég löt. Allt góðar og gildar ástæður. Ég þyngdist um 2 kg í jólaletinni, sem væri í góðu ef það færi ekki allt á einn stað á líkamanum - þ.e.a.s svæðið milli nafla og klofs. Ég er voðalega sæt í kjól þannig, með smá útistandandi bungu á einum stað. Að hluta til er þetta að sjálfsögðu líka vegna vöðvaójafnvægis í líkamanum, þegar mjaðmir standa aðeins aftur hlýtur kviður að slútta fram.

Ég tók einskonar Tabata í dag, ég var ekki með klukku og því gerði ég x margar endurtekningar af æfingu og hvíldi í 10missisippi - en 8 lotur.

Upphitun á 13 500 m
tabata sprettir á 15, allar loturnar - ég var ekki að leggja meira á ökklann en það
10 x (í hverri lotu) hnébeygjur með 6kg medicine ball og þegar ég fór upp henti ég boltanum upp í loft, greip og beint í hnébeygju. Fann ekki sýningaræfingu, best er að skorða boltann við bringu.
7x (í hverri lotu) 18 kg á stöng sumo deadlift high pull
10x kassahopp í hverri lotu, kassinn sem við erum með er 35 cm (þarf að grenja út hærri kassa)
5x 18 kg á push press í hverri lotu
10x framstig annar fótur í einu (4 lotur hvor fótur). Ég setti reyndar hægri fótinn (tognaða) upp á kassa og gerði lyftur, þá var minna álag á ökklann.
5x róður með stöng ,18 kg í hverri lotu
7x 5kg þríhöfða  lyfta, fann ekki sýnikennslu. Þú stendur í sömu stöðu og þegar þú gerir róður með stöng, hendur með síðum og hreyfingin er aðeins í olnboga - aðalálagið er þegar farið er aftur. Þú finnur álagið í þríhöfða ef þú ert að gera þetta rétt

Ég smakkaði eftir æfingu drykk sem kallast Hulk, hveitigras og spirulina. Hljómar ekki vel en bragðast ágætlega. Þegar heim var komið fékk ég mér 3x eggja eggjahrærur kryddað með salti, pipari, kjúklingakryddi frá pottagöldurum og dassi af spínati. Smakkast ótrúlega vel.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Girl power!

Biribimm biribamm