Að setja sér markmið

Í huga þér fæðist hugmynd. Hugmynd um eitthvað sem þig langar að gera, hefur lengi langað eða þig langar að prufa eitthvað nýtt. Við þessa hugmynd geturðu gert þrennt:

  • Haldið áfram að hugsa um þetta sem þig langar að gera
  • Gert eitthvað til að komast nær því að gera þetta sem þig langar að gera en komast ekki mikið lengra en það
  • Sett þér markmið og framkvæmt skref fyrir skref í átt að því sem þig langar að gera þangað til þú kemst á áfangastað

Þetta er sjaldnast spurning um getu heldur vilja. Nennir þú ekki? Á að snýta þér með því?

Fyrir árið 2012 er ég með nokkur markmið. Ég er með dagbók sem ég skrifa markmið í, fremst er innrammað það sem mig langar að gerist, næst set ég upp hvar ég verð árin 2012 og 2013 (vinnu, námi o.s.frv.), síða 3 er listi yfir þau markmið sem ég ætla að framkvæma og hvað ég ætla mér með það - t.d. fjármál - laga - spara og síðast er heil síða bara fyrir t.d. fjármál og leiðir að markmiði mínu. Það er ekki nóg að skrifa “ég ætla bla bla bla” heldur verður að fylgja lýsing á hvernig. “Hvernig” set ég oft sem post-it miða inn í bókina, ágætt að hafa þetta færanlegt og í öðrum lit (ég er með bleikan og grænan). Svo er ekki verra að skella post-it miðum upp á vegg, ískáp, spegil inn á baði, á klósettið, inn í sturtu, á útidyrnar, í bílinn eða hvar sem hentar best.

Það er fín lausn að nota SMART markmið.

S = Skýr: mikilvæg, læsileg og skiljanleg.

M = Mælanleg: þú verður að vita hvenær þú hefur náð þeim.

A = Alvöru: þú verður að geta náð þeim.

R = Raunhæf: það má ekki taka of langan tíma að ná þeim.

T = Tímasett: settu lokatíma á markmiðin.

Nánar um markmið

Nú verða þér allir vegir færir

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.