Morgmaturinn

Á morgnanna er lang best að troða sig út af graut. Í fyrsta lagi þá stjórnar þú alveg hvað er í grautnum og í öðru lagi þá er hann yfirleitt hollur. Það er lítið mál að henda einhverju með í grautinn til að gera hann sætan og góðan og súper dúper hollan.

Hafrar eru t.d einstaklega góðir í morgungrautinn. Mér finnst tröllahafrar mikið betri en venjulegir hafrar, það er einhvern veginn meira “kjöt” á þeim. Ég set u.þ.b. 1 dl af höfrum og 3 dl af vatni, hendi þessu í pott og leyfi suðuni að koma upp. Síðan tek ég pottinn af hellunni, set lok á og leyfi grautnum að jafna sig á meðan ég hef mig til. Ég set út í grautinn eina matskeið af eplamús og jafnvel bláber.

Byggflögur eru einnig virkilega góðar í graut, en til að ná þessu einkennandi byggbragði úr þá er best að nota smá kanil, 1/2-1 teskeið. Bragðið af bygginu þykir mér einstaklega vont, kanill bjargar deginum. Blöndun er held ég svipuð og með höfrunum, ég lét bara vatn fljóta duglega yfir.

Í þessa grauta er gott að setja eplamús til að sæta þá. Svo bara það sem þér dettur í hug, frosin bláber eða frosið mangó með í pottinn, jafnvel fersk epli. Bananar, kókosflögur, möndlur, rúsínur, döðlur, stevia, agave, hnetur, hveitikím eða hvaða drasl sem þú átt til að henda með.

Ef þér finnst grautar vondir geturðu huggað þig við það að þetta venst.

Biribimm biribamm.Lokað er fyrir ummæli.