Síða dagsins

Síða dagsins er kortavefur já.is. Það er gaman að sjá hversu langt þú hefur gengið eða skokkað eða finna út vegalengdir sem þú villt ganga eða skokka. Þarna er einnig vegvísun, þú setur inn hvaðan þú ferð og hvert þú ferð og færð leiðina markaða fyrir þig, hve löng leiðin er og u.þ.b hversu lengi þú ert á leiðinni. Þessi síða er bara dásemd.

Ég fór einmitt út að skokka áðan og setti leiðina inn á kortið.

loftmynd.jpg

Ég nota frekar loftmynd því á kortinu eru ekki allar leiðir settar inn, t.d. í þessu tilviki göngustígurinn aftan við bæinn. Það sést vel á þessari mynd að göngustíginn vantar
kort.jpg
Meðan ég var að skokka fékk ég sviða í jarkana hægra megin, eða abductor hallucis

foot_anatomy_muscles01.jpg
Þessi vöðvi er oft viðkvæmur hjá fólki og er um að gera að nota lítinn bolta af einhverju tagi til að nudda hann. T.d. súperbolta, tennisbolta eða golfbolta. Ég hætti að skokka og gekk restina af leiðinni, kannski 100 m eða svo, á sokknum og leyfði ilinni að jafna sig án þess að vera í skó. Þetta er oft fylgikvilli þess að vera í skóm.

Það er um að gera að fara af og til út í móa eða vaða læki berfætt. Það æfir iljarvöðvana og slakar á spennu sem safnast gjarnan upp.

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.