Útreikningar

Til að reikna út kcal í hverjum skammti sem þú borðar þarftu að vera með næringarefnatöflur eða leita í ÍSGEM. Þú vigtar skammtinn og notar eftirfarandi formúlu:

Þyngd *kcal)/100 =kcal í skammti. Þú borðar kannski einn banana sem er 50g, í 100 g af banana eru 91 kcal. 50*91 kcal/100 =  45,5 kcal.
Af 2000 hitaeininga dagsþörf ertu þá búin með 2,3% af daglegum skammti.
Hlutfallið reiknar þú út með: orka í kcal*100/heildarorka eða sem dæmi 45,5*100/2000= 2,3%

Það er erfitt fyrst að spá í hitaeiningar en það er ótrúlega fljótt að venjast. Ég geri það almennt ekki sjálf en hjá mér er ekki mikil þörf á því nema ef ég væri að æfa fyrir t.d. keppni af einhverju tagi, væri að þyngja mig eða létta.

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.