Áætlun vikunnar

Ég er afar dugleg að setja mér áætlun en minna dugleg að fara eftir henni. Stundum hef ég ágætis afsökun, fer eftir hvort ég sé góð í maganum (ég á núna fleiri góða daga en slæma).

Í gær var æfing dagsins
Í dag spilaði ég badminton með elsku systur minni
Á morgun mun sund verða fyrir valinu
Á fimmtudaginn er karfa og yoga þegar heim er komið (The biggest loser weight loss yoga)
Á föstudaginn er útiskokk
Á laugardaginn yoga
Og á sunnudaginn undirbý ég mig andlega undir tabata tíma sem ég ætla að vera með í hádeginu á mánudaginn. Þetta verða 30 mínútur af hreinni illsku, ó hve ég er spennt!

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.