Búst

Frosinn ananas og vatn, þarft ekki meira. Bragðgott og ferskt, en það er að sjálfsögðu ekkert að því að skella í þetta sætuefni af einhverju tagi. Blandarinn minn eyðilagðist og því er ég að nota matvinnsluvél til að útbúa mína bústa, það er bara nokkuð gott að hafa kjötið með.

Í ananas er mikið af mangan og C vítamíni.

Mangan er virkur þáttur í ýmisskonar ensímum, þar með talið ensímum sem stjórna blóðsykri, orkuframleiðslu og skjarlkirtilsstarfsemi. Það er ómissandi við framleiðslu líkamans á andoxunarensíminu SOD (superoxide dismutase) sem hefur jákvæð áhrif á fólk með gigt og langvarandi bólgusjúkdóma. Mangan er mikilvægt fyrir efnaskipti prótíns og fitu, heilbrigði tauga og ónæmiskerfið. Eðlilegur beinvöxtur, myndun brjósks og liðvökva er allt háð nærveru mangans. Líkaminn þarfnast þess einnig við nýtingu B1- og E-vítamíns”.

“Hlutverk C-vítamíns til viðhalds heilbrigði líkamans er margþætt. Það hefur mikilvægu hlutverki að gegna við myndun bandvefs, er stór þáttur í vexti og heilbrigði æða, beina, góms og tanna ásamt því að auka frásog járns. C-vítamín hjálpar sárum að gróa og eykur viðnám líkamans gegn sýkingum. Líkaminn þarfnast aukins C-vítamíns þegar hann er undir andlegu eða líkamlegu álagi. C-vítamín er sindurvari (andoxunarefni) þ. e. ver frumur líkamans gegn skaðlegum áhrifum stakeinda”.

Tekið af Heilsa.is

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.