Tabata æfingin í dag

Tabata æfingin var skemmtileg í dag, ég endaði á algjörri bombu því fólki finnst oft 20 mínútur af æfingum ekki nóg, þó þetta sé feikinóg. Þannig að tilfinningin í dag eftir æfingu var að fólk var úrvinda, bara gaman.

Tabata: 20 sekúndur í átökum, 10 sekúndna hvíld - 8 sinnum hver æfing (alls 4 mínútur)

Fyrsta æfingin var yfirhöfuðs hnébeygja með æfingabolta (swiss ball)

Önnur var yfirhöfuðs uppsetur með lóði (betra að nota ketilbjöllur)

Þriðja var dauðalyfta á einum fæti með lóði (betra að nota ketilbjöllu)

Fjórða var  tommuormur

Og sú síðasta var burpees án armbeygju og hopps, í staðin lentum við í hnébeygjustöðu og stikluðum tvö skref til hliðar, fórum niður í burpee - upp í hnébeygjustöðu og til hliðar í hina áttina. Svona er hamast í 20 sekúndur í senn.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.