TABATA fjör

Tabata: 20 sekúndur í átökum, 10 sekúndna hvíld - 8 sinnum hver æfing (alls 4 mínútur)
Ég fann ekki mynbönd af öllum æfingunum, vona að ég ná að útskýra þær nægilega vel.

Fyrsta æfingin var klettaklifur með krossi og gólfhnébeygja (hnegg hnegg, ég er að rúlla upp þessum íslensku þýðingum)

Önnur æfingin var: vertu með tvö afar létt lóð í lófum (þessi bleiku eru fín í þetta), vertu með hnefana í u.þ.b. brjósthæð og lyftu olnbogunum upp, þeir eiga að vísa út. Annar hnefinn á að vera fyrir framan hinn, síðan lóðunum snúið í kringum hvort annað (þumlar snúa alltaf að brjósti) í litlum hringjum, lóðin nánast snertast. Ekki stífa axlir og olnbogar mega ekki síga. Vona að þetta skiljist. Skiptist svo á hringjum, þ.e. hringir út og hringir að brjósti.

Þriðja æfingin var afturstig og framspark

Fjórða æfingin armbeygjur og róður

Og síðasta og langskemmtilegasta var sprettur með mótstöðu. Félagi setur æfingaband (breið teygja, þykkt gúmmí er best en rauðu, grænu eða bláu duga alveg ef stutt er haft í bandinu) utan um mittið á þér. Hann heldur fast og togar í þig á meðan þú sprettur. Skipist á. Þetta er bara skemmtileg æfing. Önnur útgáfa er að félaginn stendur fyrir framan þig með hendur fyrir ofan brjóst og spyrnir á móti meðan þú hleypur. Einnig er hægt að binda bandið við eitthvað og gera þetta sjálf/ur

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.