Tabata í dag

Ég bætti við tíma á miðvikudögum einnig, ég fæ því tvo heila daga í viku til að pynta fólk. Það er fátt skemmtilegra en að sjá fólk svitna og erfiða. En nóg komið af væmni, æfing dagsins var úti í góða veðrinu.

Í dag var ekki venjuleg Tabata rútína ( 20 sekúndur í átökum, 10 sekúndna hvíld - 8 sinnum hver æfing (alls 4 mínútur)) heldur 5 æfingar í röð, 8 hringir. S.s. ég geri æfingu eitt, svo tvö, svo þrjú, svo fjögur, svo fimm og byrja svo upp á nýtt - þetta geri ég átta sinnum. Skemmtilegt að breyta aðeins til.

Fyrsta æfingin var hlaup upp og niður stiga

Önnur æfingin var  axlaarmbeygjur og hindúa armbeygjur, skipst á

Þriðja æfingin var öfug bjarnarganga upp brekku (fætur fyrst upp)

Fjórða æfingin var að vera í hnébeygjustöðu með hendur á höfði og púlsa (stutt upp og niður)

Fimmta æfingin var hlaupa hliðarskref 3-4 skref og snerta jörð, síðan í hina áttina og snerta

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.