Mánudagstíminn

Ég er án gríns með sviða í lærum, ég býð ekki í það hvernig ég verð á morgun eða þá á miðvikudag. Ég geri mig þó glaða með það að ég verð ekki ein um að skjögra á morgun.

Endinn á æfingunni var með smá breyttu sniði, smá keppni ásamt ýminduðu oreokexi (kann Jens þakkir fyrir hugmyndina)

Tabata: 20 sekúndur í átökum, 10 sekúndna hvíld - 8 sinnum hver æfing (alls 4 mínútur)

Fyrsta æfingin var tvíhöfða krulla. Fyrstu tvær lotur var farið upp og niður alla leið, þriðja hálfa leið að miðju og fjórða hálfa leið frá miðju - og síðan eins næstu fjórar þ.e.krulla alla leið og hálfa leið.

Næsta æfing var tvær æfingar í einni  og var það handasveiflur og mjaðmasnúningur (æfing eitt og tvö). Þessar æfingar eru góðar fyrir kvið

Sem og næsta æfing og reif ansi vel í kviðinn en sú var planka ganga, tekur einnig vel á þríhöfða og nánast öllum líkamanum

Fjórða æfingin var hnúahnébeygjur, nema við létum hnefa nema við gólf og handleggir alveg beinir og eiga ekki að hreyfast með.

Næst síðasta æfingin var einungis 4 lotur sú var hnébeygjuhopp

Það síðasta sem við gerðum var planka keppni (ég var svo heppin að vera á skeiðklukkunni og slapp við þáttöku). Liðið átti að ýminda sér að það væri með oreokex á milli rasskinnana, sú sem vann þurfti EKKI að éta kexið. Keppnin verður þreytt síðar og er markmiðið að hver og ein verði búin að bæta tímann sinn um lágmark hálfa mínútu.

Planki er ágætis mælikvarði á styrk í stórum vöðvum, ss. rass, bak og kvið sem og axlarvöðvum, lærvöðva og kálfum sem dæmi.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.