Í áttina að hollari mataræði

Reyndu eftir bestu getu að borða sem hreinastan mat, langflestallur unnin matur inniheldur viðbættan sykur (eða gervisætu eða kornsýróp). Ef þig langar að nota sykur, notaðu þá sykur, en hugleiddu aðeins sykurmagnið sem þú neytir hvern dag með tilbúnum mat. Ég held að það sé aðeins betra að sykra matinn heima heldur en kaupa hann tilbúinn og ofursykraðann, þú veist þá u.þ.b. hvað þú ert að neyta mikils sykurs/sætu. Fínt er að reyna að skipta hvíta sykrinum að einhverju leyti út fyrir hrásykur, hlynsíróp eða hunang. Já eða jafnvel agave eða stevíu, það er bara smekksatriði. Það þarf að venjast svolítið að borða ekki dísætt í öll mál.

Bara lítið dæmi: morgunkorn = sykur, tilbúin samloka =sykur, tilbúnir drykkir = sykur eða sæta, álegg flest = sykur, tilbúnar sósur (t.d. tómatsósa) = sykur/sæta/sýróp, hreinir safar eru yfrleitt “concentrate”, innihaldslýsing þarf ekki að fylgja af því og í því er mögulega sykur eða sæta. Endilega spáðu aðeins í þetta.

Fitu eða fituskertur matur, skiptar skoðanir um það í dag. Nýlega er farið að segja að því næst uppruna sem maturinn er því hollari er hann. Fita var einu sinni djöfullinn en við fitnum og fitnum þrátt fyrir fituskerðingu. Að sjálfsögðu er stórt partur af því mikið unnin matur, en má vera að það sé eitthvað til í hugmyndir um fituskerðingu.  Veldu bara hvað þér þykir best, fita eða fitusnautt, athugaðu samt sykur og sætumagnið í þessu fituskerta.

Gróft brauð er hollt og gott en til að sleppa brauði milli mála er hægt að fá sér:

Ávexti og/eða grænmeti; sneiddu gúrku eða papriku (nú eða bæði), snjóbaunir, gulrætur, spergilkál eða ávexti sem þér þykja góðir. Það er ekkert meira vesen að skera ávexti eða grænmeti heldur en að smyrja brauð eða hrökkbrauð, það er bara blekking.

Grísk jógúrt er þykk og því tilvalin til að gera jógúrt að þínum smekk. Ég hræri oft kaffi saman við og er þá komin með afar góða kaffijógurt. Einnig er hægt að þynna hana með mjólk (eða sleppa því) og henda svo í ávaxta- eða berjabitum eða  blanda í blandara með mjólk og frosnum eða ferskum ávöxtum eða berjum, setja morgunkorn út á eða múslí eða hvað sem þér dettur í hug.
Að öllu jöfnu sneiði ég hjá sýrðum mjólkurvörum vegna þess að svitalyktin af mér verður vond, en ég fæ mér einstaka sinnum.

Hrökkbrauð er fínt sem millimál, skella á þetta grænmeti og próteini.
Uppáhaldið mitt þessa dagana er sykurlaus sulta og kotasæla (St.dalfor sulta)
Dæmi um Próteingjafa: smurostur, kotasæla, kjúklingaskinka og egg
Dæmi um grænmeti: spínat, paprika, agúrka, aspas, tómatur, laukur, grænkál eða aðrar tegundir af salati eða káli

Beef jerky (er bezt í heimi, fæst í kosti) og harðfiskur eru góðir próteingjafar en því miður dýrir, það er ágætt kaupa þetta samt í staðin fyrir nammi. Það er vel þess virði!

Lúka af hnetum/fræjum og þurrkuð trönuberju/rúsínur, hneturnar og fræin verða mýkri og bragðbetri (finnst mér) ef þau liggja í bleyti í 12 tíma fyrir átu.

Þeytinga (boozt), mjólk er ágætis próteingjafi í þeyting ef þú þolir hana

Goji ber eru sögð vera holl, mér finnst þau vond á bragð og lauma ég þeim í þeyting

Avocado á að vera svakalega hollt, mér finnst það vont á bragðið og því lauma ég því í þeyting.

Í staðin fyrir nammi er hægt að fá sér:

Dökkt súkkulaði er alls ekki talið vera slæmt, ekkert athugavert við að bræða það og blanda með rjóma eða íslensku smjöri og henda einhverju dótaríi útí (ber, kókos, hnetur)

Gott sykurlaust hnetusmjör er dásemd til átu, en varasamt því það er afar hitaeiningaríkt. Mér finnst það of þurrt eitt og sér en það er mjög gott t.d. með epli eða banana, á samloku með sykurlausri sultu eða smá klessa á suðusúkkulaði (dásemd).

Í staðin fyrir bounty og snickers eru Hnetu- og kókosstykkin frá Sollu/Himneskri hollustu miklu betri kostur, og jafnvel bragðbetri. Þetta er álíka dýrt, en ég hef heyrt umkvartanir um að þarna sértu að fá minna fyrir peninginn - en hvað með það? Af hverju þarftu meira og stærra?

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.