Mánudagur = skemmtun aka Tabata

Tabata: 20 sekúndur í átökum, 10 sekúndna hvíld - 8 sinnum hver æfing (alls 4 mínútur)

Nema við tókum æfingahring, 5 æfingar - átta hringir í stað hver æfing átta sinnum. Ég stilli þá lotu tímamælinn á 40 endurtekningar. Sem sagt, æfing 1,2,3,4,5 og svo 1,2,3….X8 o.s.frv. Þetta er erfitt en ansi skemmtilegt, það er engin tími til að anda í þessar 20 mínútur

Æfing eitt var sipp, sumir gerðu tvöfalt undir sem er fínt

Æfing tvö var dekk hnébeygja (deck squat, fögur þýðing hjá mér), nema við vorum með lóð og við lyftum mjöðmum þegar við létum lóðið nema við gólf (nánari útlistun hefst á mínútu 2:24 hér)

Æfing þrjú var burpees upp á pall og yfir (eða til baka, gildir einu) - við hoppuðum samt ekki yfir eins og ofvirki gaurinn í myndbandinu, það er næsta skref

Æfing fjögur var skref planki, ert í armbeygjustöðu og stígur með fót eins langt fram og þú kemst, þ.e. að fótur nemi við hliðina á hendi eða höfði.

Æfing fimm var hringkviður, þú liggur á baki í fósturstellingu og notar kviðinn til að snúa þér í hring (ert alltaf á baki, ferð 360° og svo í hina áttina)

Þessum lukum við svo með fjórum sprettum (einn sprettur er yfir lítinn innivöll), bara svona til að kveikja aðeins í keppnisskapinu.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribammLokað er fyrir ummæli.