Grýta

Ég átti afgangs rauð- og hvít hrísgrjón og ákvað að henda saman í grýtu. Ég held að þetta sé svipað og pakkagrýta, nema bara hollari.

006.JPG

3 hvítlauksrif
Púrrulaukur
hakk
1 dós heilir tómatar
Hálf rauð paprika, frekar smátt skorin
Afgangs hrísgrjón
Maldon saltflögur
Svartur pipar
Kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
Chilliflögur

Ég skar hvítlaukinn á ítalskan máta, þeir berja rifið, taka hýðið af druslunni og saxa hann svo. Við þetta losnar víst um olíur í hvítlauknum.

Ég steikti á pönnu 3 hvítlauksrif og afgangs púrrulauk, síðan skellti ég svínahakki á pönnu og steikti þetta allt saman voða vel.

Í blandarann skellti ég einni dós af heilum tómötum, salti, svörtum pipar, þurrkuðum chilliflögum (er í poka, fæst t.d. í Krónunni) og kjúklingakryddi frá Pottagöldrum og blandaði vel saman. Ég setti með í smástund paprikubitana til að fá bitana aðeins minni.

Þegar hakkið var tilbúð setti ég á pönnuna hrísgrjónin, sem voru soðin fyrir, og brasaði þau í smástund, síðan sósuna og um dl af vatni (má vera að það þurfi meira að minna).

Ég leyfði þessu að malla þangað til þykkt, kryddaði þar til það féll að mínum smekk, skellti þessu á ristað brauð og ost yfir. Það er örugglega mjög gott að nota annars konar ostabita, t.d. fetaost, ljúfling, kastala eða kotasælu, vera með þessu kartöflumús, þunnt sneitt gufusoðið grænmeti eða hvað þér þykir gott.
010.jpg

Biribmm biribammLokað er fyrir ummæli.