Færslur janúarmánaðar 2012

Vefsíðan

Þriðjudagur, 31. janúar 2012

Vefsíðan í dag er Body.is. Á síðunni eru m.a. fræðandi greinar, allskonar tæki og tól til að nota við útreikninga (á t.d. orkunotkun, vatnsinntaka, brennsluprógramm o.fl.) og æfingaprógramm sem virkar skemmtilegt (HIIT æfingar, sem eru mitt uppáhald).

Biribimm biribamm

Mynd dagsins

Mánudagur, 30. janúar 2012

420135_290229634371855_228697947191691_828505_1148489582_n.jpg

Lagið

Sunnudagur, 29. janúar 2012

Hér er gott lag með hnébeygjunum, Just another victim með Helmet & House of pain, hækka vel í græjunum.

Biribimm biribamm

Æfing vikunnar

Laugardagur, 28. janúar 2012

Ný æfing vikunnar, ég vona að einhver hafi hamast við æfingu síðustu viku :)

Æfing vikunnar er hnébeygja, munið að hné eiga aldrei að fara framfyrir tær í þessari æfingu. Takið eins margar endurtekningar og þið getið í 2 mínútur. Það sem eftir er viku (4x yfir vikuna) takið þið hnébeygjur í tabata setti og takið allavegana 4x þar sem þið standið í hnébeygjustöðu í hvíldinni (reynið að halda 90° stöðu). Næsta laugardag  er staðan tekin aftur, eins margar endurtekningar og þið getið í 2 mínútur.

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribamm

Happadagur

Föstudagur, 27. janúar 2012

Eða þannig skomm. Ég hóf daginn á því að kúra aðeins lengur, ég gæti bara keyrt í vinnuna í dag. það var meira en að segja það að koma bílnum af stað. Fyrsta vinnan var að moka þykku lagi af snjó af bílnum og síðan að hreyfa hann. Ég var ekki búin að hreyfa bílinn í nokkra daga og því var smá skafl í kringum hann. Ég spólaði og spólaði, henti mottu aftan við eitt dekkið og tókst að losa bílinn aðeins. Síðan hélt ég bara áfram að spóla, óð og skreið í snjó og henti mottum bakvið öll dekk. Komst ekkert afturábak en ég komst þó loks áfram og af stað - en alltof sein í vinnu.

Þegar í vinnuna var komið fattaði ég að ég hafði gleymt lyklinum af skápnum heima. það var svo sem lítið mál þar sem ég geymi aukalykil í vinnunni, sem ég síðan læsti inni í skáp. Vaktmaðurinn kvað að það væri lítið mál að klippa lásinn og setja nýjan, en hann fann ekki klippurnar.

Ég sagði honum ekki að hafa áhyggjur, ég færi létt með að bruna heim að sækja minn lykil. Ég var búin að hringja í dóttur mína og biðja hana um að vera heima klukkan fjögur. Korter í fjögur fattaði ég að ég gæti það bara ekki neitt, bíllykillinn var læstur inni í skáp. Ég á sem betur fer svo æðislega systur sem nennti að skutlast eftir lyklinum og koma honum til mín.

Þegar svona dagur er er gott að vera með góða tónlist í spilaranum, ekki verra að hafa “neyðardisk” sem kemur þér í gott skap. Fyrr um morgunin þegar ég var að hamast var ég með Killer með Gildrunni, sjaldan hef ég verið jafn æst og fljót að sópa bílinn og drita honum úr skafli (ég hljóp hring eftir hring í kringum bílinn). Á heimleið var It’s just a thougth með CCR og kom það mér í glimrandi gott skap,  ég söng alla leiðina heim.

Biribimm biribamm

Síða dagsins

Fimmtudagur, 26. janúar 2012

Síða dagsins er Púlsþjálfun, hér er góður pistill á þeirri síðu um rúllun og hér er youtube rás PÚLSþjálfunar. Pistlar um kraft, úthald, liðleika, styrk, næringu og þyngdarstjórnun svo eitthvað sé nefnt.

Biribimm biribamm

Youtube rás dagsins

Miðvikudagur, 25. janúar 2012

Ég hef áður gefið það út að youtube og google séu elskurnar mínar, þar er hægt að finna nánast allt. Ég verð næstum væmin þegar ég minnist á þessar elskur, dæs bara.

Á youtube er hægt að finna ógrynni af myndböndum sem nota má sem hjálpartæki í ræktinni (eða hverju sem þér hugnast). Þegar þú finnur myndbönd sem þú kannt vel við er ráð að kanna hvort viðkomandi sé með fleiri góð myndbönd og gerast þá áskrifandi að rásinni.

Youtube rásin í dag er EverestTherapeutics og eru þau með nokkur myndbönd af teygjum.

Biribimm biribamm

Hvatning dagsins

Þriðjudagur, 24. janúar 2012

Fears are educated into us, and can, if we wish, be educated out.

Biribimm biribamm

Mynd dagsins

Mánudagur, 23. janúar 2012

wheelchair-basketball-300x225.jpg

Æfing vikunnar

Laugardagur, 21. janúar 2012

Þar sem ég er þessar vikurnar ekkert að æfa af viti heldur að taka léttar æfingar og göngur ætla ég að setja inn æfingu vikunnar - ákveðna áskorun fyrir ykkur.

Hugmyndin er að þið framkvæmið þessa einu æfingu reglulega yfir vikuna, kannski 4-5 sinnum, (ásamt ykkar venjulega æfingaprógrammi ef þið eruð með það), teljið endurtekningar eða takið tíma fyrsta daginn (tímataka hentar betur því betra formi sem þú ert í) og síðan ekkert fyrr en viku seinna. Þið skrifið einnig niður hvað ykkur finnst um þessa tilteknu æfingu í upphafi og lok viku og sjáið hvort afstaða ykkar hefur breyst.

Æfing vikunnar er mountain climbers. Gerðu æfinguna eins hratt og mögulegt er eins lengi og þú getur. Ef þú stoppar er talningu eða tímatöku lokið en þú heldur samt áfram með æfinguna. Þá má það sem eftir er viku að taka æfinguna í tabata settum eða föstum endurtekningum, 150 stykki á hvorn fót (talning í prófi telst ekki með).

Munið að gæta þess vel að gera æfingarnar alltaf rétt, skoðið vel hvernig æfingin er framkvæmd áður en hún er gerð

Biribimm biribamm