Færslur frá 3. janúar 2012

Hakksúpa

Þriðjudagur, 3. janúar 2012

Ég mallaði mér í kvöldmat ægilega góða hakkksúpu.

008.jpg
300 g hakk, ég var með svínahakk
1 rauðlaukur
4 kartöflur, skornar í bita
1 gulrót, skorin í bita
1 sellerístöngull, skorinn í bita (mér finnst sellerí almennt vont en það var fínt í súpunni)
1 dós hakkaðir tómatar
kjúklingakrydd frá pottagöldrum
salt og pipar
tabasco sósa (má sleppa)
400 ml vatn eða soð (ég var með kjúklingasoð)

Laukur og hakk steikt saman í potti, ég var með djúpa wok pönnu. Þegar vel steikt er kartöflum, gulrót og sellerí bætt saman við og þetta steikt saman í smá tíma. Síðan er tómötum ásamt vökva bætt við og síðan vatni. Látið malla í ca 20 mínútur, eða lengur ef þú kýst. Kryddað að smekk, ég vil hafa tabasco til að þetta rífi aðeins í.

Biribimm biribamm

Mynd dagsins

Þriðjudagur, 3. janúar 2012

296522_2084073905599_1357670417_31748073_1754912833_n.jpg