Færslur frá 4. janúar 2012

Hálsrígur

Miðvikudagur, 4. janúar 2012

Ég vaknaði upp í gærmorgun með hálsríg - GREAT! Loksins orðin góð á ökkla og farin að æfa og þá get ég varla hreyft mig. Í gærkvöldi skellti ég mér í sund og varð miklu betri og í dag fór ég 3 km á brettinu og teygði aðeins á. Til að toppa þetta var minni æfingastöð lokað og hún flutt upp í Árbæ. Árið hjá mér hefst sem sagt með nýjum tækifærum, það verður gaman að sjá hvernig spilast úr þessu. Þá er bara að bíða af sér hálsríginn og krossa fingur að ekkert annað gerist.

Biribimm biribamm

Lagið

Miðvikudagur, 4. janúar 2012

Í bljúgri bæn með Megas er skemmtilegt að tjútta við áður en haldið er af stað í ræktina.

Breaking the law cover með Motorhead, þeir klikka ekki frekar en fyrri daginn.

Biribimm biribamm